miðvikudagur, ágúst 30, 2006

litið um frí

bilddal.com
Hjá okkur er allt gott að frétta. Ég var að lesa það á mbl.is að það hefði snjóað i fjöll sumstaðar á klakanu haustið er se sagt að koma og kuldinn :( Það stóð til að ég mundi hætta að vinna á morgun og pústa smá aður en skólinn byrjar hjá mér 18 sept en það er nú eitthvað orðið lítið eftir af þvi fríi og ef svona heldur áfram þá fæ ég ekki neitt frí...........ég á nefnilega ekki svo gott með að segja nei. En svona er það bara. Ef þið sem lesið þetta vitið um vitamin sem að er algjör bomba viljið þið þá endilega láta mig vita af þvi ég er alveg að leka niður hér af þreytu þessa dagana.
jæja ætli sé ekki best að fara að smyrja nesti........:( guð minn góður hvað það er leiðinlegt væri alveg til i að geta keypt tilbúin matarpakka ut i búð þessa dagana.
jæja meira seinna knús og kram

sunnudagur, ágúst 27, 2006

jóa prófessor

 
Við vorum i spurninga leik við matarborðið og spurt var,Hvað heitir höfuðborg Islands Jóa var nú ekki sein á sér að svara að hún héti New york :)))) Posted by Picasa

rigning

 
Hér er búin að vera mikil rigning i dag og reyndar er búið að rigna mikið i águst :(
Sunnudagurinn er ekki búin að vera merkilegur hér sökum rigningar en við höfum bara meira og minna hangið og lafað i dag, eins og sést á myndinni þá náðist ekki að bjarga þvottinum inn áður en að það byrjaði að rigna....og hann hangir enn úti :)
Annars er bara allt gott að frétta héðan allir eru að verða frískir og sprækir.
Elisabet nágranni okkar gaf jóu forláta prinssessu tjald i gær og jóa er búin að vera meira og minni inn i tjaldinu i dag það var sett upp i kjallaranum set inn myndir af þvi seinna. jæja ætla að fara að reyna að láta krakkana læra og taka til i kjallaranum eftir sig :)))
knús og kram Posted by Picasa

föstudagur, ágúst 25, 2006

fréttir hvað við höfum verið að brasa

bilddal.com það er nú best að fara að blogga svo að þið haldið ekki að við séum týnd eða tröllum gefin. Hér er allt komið i fullan gír skólinn hjá krökkunum og vinna........( hún hefur nú svo sem verið til staðar i allt sumar) Skólinn byrjaði nú ekki vel hjá Dúa þvi að hann þurfti að fara i aðgerð og var frá i um viku en hann er svo duglegur að hann verður enga stund að vinna það upp. Síðan á miðvikudag þá þurfti að fara með jóu á Læknavaktina og hún var komin með blöðrubólgu og er búin að vera heima i dag og i gær, en fer vonandi i skólann á mánud. Síðan rauk Dúi upp i næstum 40 stiga hita i gærkvöldi og við fórum með hann til læknis þvi að við vorum hrædd um að hann væri komin með sýkingu eftir aðgerðina þvi að skurðurinn er ekki alveg gróinn en þetta reyndist sem betur fer vera inflúensa. Við erum að vona að þetta verði ekki meira á þessu skólaári nóg komið :) Sylvia er að vísu ekki búin að vera neitt veik ...........7-9-13 hún má ekki vera að þvi held ég svei mér þá. Nú er ég i helgar fríi mikið rosalega held ég að það verði gott hef ekki verið i helgarfríi i langan tíma ætla að sofa lengi og vel :)
Úlfar er líka i fríi á morgun þ.a.s ef að hann segir ekki já við yfirvinnu i kvöld hann er nefnilega alltaf að vinna við sjáumst valla, liggur við að þetta sé bara eins og þegar hann var úti á sjó :) En við fáum þá ekki leið á hvort öðru meðan. Er búin að vera að skoða flug heim á klakann um áramót ég er enn bara að skoða og hugsa málið, en þetta kemur allt i ljós horfurnar eru ekki góðar að við komumst...........ekki það að það yrði yndislegt að koma heim og ég tala nú ekki um að borða góða matinn hennar stóru sys sem að hún er alltaf með á áramótum.( og reyndar allaf ) Ég vona að ég móðgi ekki neinn með þessum orðum þið hin eldið mjög góðan mat en það kemst enginn með tærnar það sem systir mín hefur hælana i eldamennsku:) jæja ætla að hætta þessu blaðri og fara ap kikja á hvað er i sjónvarpinu
knús og kram frá okkur

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Katur Bloggar

Blessuð - Kátur hérna.



Sögu vil ég nú segja stutta. Málið er að Sylvía fattar ekki að ég er kærastinn hennar. Við kúrum saman oft og förum út að ganga á hverjum degi - ég Á hana. En hún tók upp á því um daginn (er ruglaður í dögunum og er ekki viss á hvaða degi þetta var) að þá kom hún með mannhund (kærastann) hingað heim - sem fékk að gista í rúminu HENNAR en ég fékk ekki að sofa upp í rúminu líka. En ég sá leik á borði að ná mér niður á þessum mannhundi. Hann hefur greinilega litla pissublöðru (ekki eins og ég sem get haldið í mér í marga marga klukkutíma) og fór mannhundurinn að pissa um miðja nótt. Ég að sjálfsögðu laumaði mér inn í herbergið til Sylvíu og faldi mig undir skrifborði. Þar beið ég þangað til mannhundurinn var kominn aftur inn í herbergið og var sofnaður við hliðiná Sylvíu minni. Þegar mannhundurinn var loksins sofnaður hoppaði ég upp í rúmið og meig á mannhundinn og sofnaði að lokum ánægður. Mannhundurinn (sem heitir er mér sagt Sævar) vaknaði rennblautur á hliðinni - vitið stígur nú ekki hátt hjá þessum hundi því hann hélt sjálfur að hann hafði migið á sig. Flestir hérna á heimilinu eru hálfhneykslaðir á mér fyrir þessa hegðun, en ég vil taka það fram að mér er ekki illa við þennan mannhund -hann er sossum ágætur - en núna er ég búinn að merkja mér hann og má hann þá kannski koma aftur og sofa hérna yfir nótt. En þá verður hurðinn að vera opin alla nóttina - spurning um að biðja Úlfar að taka hurðina einfaldlega af. Hvað finnst ykkur um það?



Annað vil ég taka fram. Ef ég finn á lyktinni að þið séuð að borða eitthvað gott viljið þá vinsamlegast gefa mér með ykkur - annars stel ég mér mat. Jóa var eitthvað pirruð út í Ásu núna áðan og vildi einfaldlega fá að borða inn í stofu (henni var víst svo illt í fótunum) og á endingu fékk hún það (Ása getur greinilega ekki staðist sykursætu röddina í Jóu). Þegar Jóa var búin að fá matinn inn í stofu þá hljóp hún eitthvað í burtu og að sjálfsögðu notaði ég tækifærið og náði mér í smá mat - mér finnst lasaniga einfaldlega mjög gott, sérstaklega þegar Ása eldar það. Ég veit að þetta var ljótt að gera en stundum stendst maður ekki freistingarnar.

 

sunnudagur, ágúst 13, 2006

Villa

bilddal.com
Smá villa hérna er linkurinn á síðuna hans sævars

Undraverð hegðun hundsins

bilddal.com
Hér á trillegårdsvej gerðist undrahlutur í nótt.
Svo vildi til að Sævar (Kærastinn) gisti hjá Sylvíu í nótt.
Kátur var nú ekki sáttur við þann atburð þannig að hann gerði dáldið skondið, ef þið viljið lesa frekar um lífsreynslu kærastans bendi ég á síðuna hans og heitir bloggið "Öfundsjúkir voffar og stórhættulegir hómís"
Annars er bara allt fínt að frétta blogga meira seinna

Vi ses:D

miðvikudagur, ágúst 09, 2006

Flott

Fann þetta á netinu helvíti flott
Árið 2006

1. Þú ferð í Party og byrjar að taka myndir fyrir bloggið þitt.

2. Þú hefur ekki spilað kapal með alvöru spilastokk í nokkur ár.

3. Ástæðan fyrir því að þú ert ekki í sambandi við suma vini þína er að
því þeir eru ekki að blogga, ekki á MySpace og eða á MinnSirkus .

4. Þú leitar frekar um alla íbúð af fjarstýringunni í stað þess að ýta
bara á takkann á sjónvarpinu.

6. Kvöldstundir þínar snúast um að setjast niður fyrir framan tölvuna.

7. Þú lest þennan lista kinkandi kolli og brosandi.

8. Þú hugsar um hvað það er mikil vitleysa að lesa þennan lista.

9. Þú ert of upptekin/nn að taka eftir númer fimm.

10. Þú virkilega skrollaðir tilbaka til að athuga hvort þar væri númer
fimm.

11. Svo hlærðu af heimsku þinni.

12. Sendu þetta á vini þina, settu þetta á bloggið þitt eða komdu þessu á
framfæri einhverstaðar EF þú félst fyrir þessu ...

laugardagur, ágúst 05, 2006

hann á afmæli i dag

bilddal.com
Hann pabbi minn á afmæli i dag til hamingju með daginn pabbi, afi
knús og kram frá danmörku

föstudagur, ágúst 04, 2006

bilddal.com

bilddal.comjæja hér verður nú vist eitthvað lítið um myndablogg næstu daga, talvan okkar hrundi eg veit ekki af hverju i ósköpunu hún var að taka upp á þvi :(
Héðan er bara allt gott að frétta það er búið að vera svona rigning og sól til skiptis i nokkra daga en núna skilst mér að hitinn eigi að hækka og vera sól ( eins og það sé ekki nógu heitt hér)
Nú fer bara að líða að þvi
að krakkarnir fari að byrja i skólanum 14 águst sumarið er bara að verða búið fljótt að líða,,,,,,,,jæja meira seinna knús og kram

þriðjudagur, ágúst 01, 2006

jóa óheppna

 
æj hún Jóa var nú frekar óheppin i dag :( hún var að hjóla á byggerinn og hjólaði á stein og datt frekar illa , hun er öll hrumluð á annari hliðinni og efri vörin er frekar bólgin( en hefði getað farið verr) Dúi hjálpaði henni að komast á byggerinn hann var logandi hræddur þvi að það blæddi svo mikið segir hann en allt fór þetta vel byggerinn hringdi svo bara i okkur og Úlli fór að sækja hana :)
En annars er nú frekar langt síðan við höfum bloggað :)
Við erum að kafna úr hita og það er búið að vera i langan tíma getum varla hugsað...
jæja verð að þjóta knús og kram frá okkur Posted by Picasa

Hún á afmæli i dag

 
Jóhann AMMA á afmæli i dag til hamingju með daginn :) kossa og knús frá DK. Posted by Picasa