
Í dag er hrekkjavaka hér i dk, eins og sést á myndinni voru krakkarnir mjög dugleg við að skera út grasker...:) og svo i kvöld máluðu þau sig og fóru út að hrekkja fólk....mjög gaman er mér sagt. En héðan er allt gott að frétta,nóg að gera. Hér er búið að rigna i langan tíma að okkur finnst, og það á vist að kólna vel um helgi ......brrrrrrrr vonandi gengur það ekki eftir.
Við erum búin að skrá Dúa og Jóu á reiðnámskeið, og byrja þau næsta laugardag, þau eru svakalega spennt......:) við lofum að taka myndir og setja inn.
Danir eru greinilega byrjaðir að jólast þvi að það eru allar búðir að fyllast af jólavörum, við erum nú ekkert byrjuð að spá i jólum nema það að það er búið að panta skötu og saltfisk og hamsatólg fyrir þórlák, við komum til með að borða með Adda og Úllu og co....vonandi tekst okkur að baka eins gott rúgbrauð og tengdó gerði hér á síðustu þórláksmessu :)
jæja meira seinna
knús og kram Margrét
