þriðjudagur, október 31, 2006

Hrekkjavaka

 
Í dag er hrekkjavaka hér i dk, eins og sést á myndinni voru krakkarnir mjög dugleg við að skera út grasker...:) og svo i kvöld máluðu þau sig og fóru út að hrekkja fólk....mjög gaman er mér sagt. En héðan er allt gott að frétta,nóg að gera. Hér er búið að rigna i langan tíma að okkur finnst, og það á vist að kólna vel um helgi ......brrrrrrrr vonandi gengur það ekki eftir.
Við erum búin að skrá Dúa og Jóu á reiðnámskeið, og byrja þau næsta laugardag, þau eru svakalega spennt......:) við lofum að taka myndir og setja inn.
Danir eru greinilega byrjaðir að jólast þvi að það eru allar búðir að fyllast af jólavörum, við erum nú ekkert byrjuð að spá i jólum nema það að það er búið að panta skötu og saltfisk og hamsatólg fyrir þórlák, við komum til með að borða með Adda og Úllu og co....vonandi tekst okkur að baka eins gott rúgbrauð og tengdó gerði hér á síðustu þórláksmessu :)
jæja meira seinna
knús og kram Margrét Posted by Picasa

mánudagur, október 30, 2006

Hann á afmæli i dag

 
Hann Addi á afmæli i dag til hamingju með daginn og árin :) Posted by Picasa

fimmtudagur, október 26, 2006

harðsperrur dauðans

 
já það er svo.... i fyrradag fór ég i fyrsta tímann minn i EXTRA leikfimmi sem sagt alvöru tímann, hinir tímarnir eru búnir að vera meira svona með að vigta og mæla mann og athuga i hvernig formi maður er ekkert svakalega upplífgandi að sitja með blöð fyrir framan sig þar sem maður sér svart á hvítu háar tölur og það vantaði bara að þjálfarinn labbaði að borði manns og benti á blaðið og segði eins og unglingarnir gera FACE::: ( það hefði verið betra ef að þetta hefði verið yfirlit yfir bankareikninginn þá hefðu þær mátt vera háar)En i þessum tíma var mikil áhersla lögð á læri og rass....mér svo sem fannst þetta ekkert svakalega erfitt meðan á þessu stóð en annaðhvort hef ég vakið eitthverja vöðva úr löngum dvala eða jafnvel frá dauðum eða að ég hef ekki teygt nóg mjög liklega báðir hlutir, ég fann það þegar ég var á leiðinni út úr tímanum að ég var hálf tilfinningalaus i fótunum en þvi er nú verr og miður að það er ég ekki lengur. Ég get valla gengið og það er hrikalega erfitt að setjast niður og eg tala nú ekki um að fara upp og niður stiga.......:(Og i dag tveimur dögum seinna ber ég þess ennþá merki á göngulagi að eg hafi verið i leikfimmi og kvíður stórlega fyrir morgundeiginum þvi að þá er aftur leikfimmi, ég veit satt að segja ekki hvernig ég á að klára þann tima. já það er greinilega ekki eins næs að ná af sér Nóa kroppinu eins og éta það á sig.
knús og kram Margrét Posted by Picasa

mánudagur, október 23, 2006

rigning

 
Hér er var ekkert smá mikil rigning i morgun :( allt á floti, allir voru gallaðir vel en það dugði samt ekki til. Leiðin sem að ég labba i skólann var næstum því ófær sökum hálku og vatns jarðvegurinn er nefnilega þannig að það er svo mikill leir að þegar hann blotnar þá verður hann eins og smjör og frekar erfitt að fóta sig......og svo var sko lika vindur með þessu öllu saman og það endaði með þvi að regnhlífin mín snerist við ég get ekki sagt að ég hafi verið brosandi þegar eg mætti i skólann i morgun rennandi blaut og með regnhlif á rangaborðinu.Þegar Úlli fór með krakkana i skólann voru þau að tala um hvað þau kynnu mikið að synda svona ef að þau skildu þurfa á þvi að halda. Jóa var að vísu alsæl lék við hvern sinn fingur á leið i skólann og leitaði að stærstu pollunum til að geta hjólað yfir og farið var of yfir þá sem voru stærstir og urðu þau frekar i seinni kantinum i skólann. En núna er stytt upp í bili sem betur fer. Búið er að baka köku fyir Jóu sem að hún ætlar að fara með i skólann á morgun síðbúið afmæli sökum haustfría.
meira seinna knús og kram Margrét Posted by Picasa

fimmtudagur, október 19, 2006

vantar linka

 
hæ hæ
Nú fer að líða að þvi að það komi ný heimasiða á netið .......og endilega látið mig vita slóðina svo að ég geti sett hana á linka siðuna okkar ...og verið fljót að þvi
knús og kram Magga Posted by Picasa

Rúgbrauð með kartöflum ....

 
jæja vegna þess að reykinga fasistarnir hafa náð til danmerkur er verið að skipta matsalnum hjá okkur i tvennt, og laga eldhúsið til er hið frábæra mötuneyti upp i vinnu lokað i viku. í gær var fyrsti dagurinn minn i vikunni og er i boði að panta smurðbrauðspakka með 5 hálfum rúgbrauðssneiðum á 20 kr +eg helt i fávisku minni að þetta yrði vel útilátið en svo var ekki raunin í gærkvöldi var ein með roast beaf sem var fín ein með eggjum og mayjonesi hun var la la og svo kom hitt ein með RAUÐSPRETTU OJJJJJJJJJJ og ein með KJÖTBOLLU og toppurinn á isjakanum var með KARTÖFLUM........þannig að ég fór og keypti mér samloku með skinku og osti sem kostaði 10dkr þannig að ég er að borga 10 kr meira i mat núna á dag en mötuneytið opnar aftur á mánud......guð sé lof.
kv úlli Posted by Picasa

laugardagur, október 14, 2006

Stóri hjóladagurin

 
Ja það þarf mikla vinnu til að halda þessum hjóla flota úti og ég varði stórum hluta af deginum í bæta þau
það var ekkert að þeim, en mér vantaði betri bremsur það þurfti að hækka stýrið og hnakkin hjá Jóu svo var ég að reyna að taka aftur bretti af einu hjóli til að setja á hjólið hans Dúa en það gekk ekki
Svo er að koma meira og meira myrkur og ég var að skoða hvort það væri hægt að nota gömul ljós
það gekk ekki svo vel en allir eru komir með afturljós en bara eg með framljós
Magga gat tala í símann í nokkra tíma og svo tók hún nú til í garðinum þessi elska
Jóa segir að hún meigi gera allt vegna þess að hún á afmæli
Og Dúi er eitthvað að reyna að skipta sér að gestalistanum á mánudagin
Ja og týnda barnið er upp í Trige að kúra hjá kærastanum.
meira seinna

P.S vil minna á ungana hans Káts

 
Posted by Picasa

föstudagur, október 13, 2006

Litli Kátur

 

Nú undir kvöldið fórum við í pizzu upp á Snovpeksvej 102
Mikið svakalega eru hvolparnir að verða stórir og fallegir það eru miklar umræður hérna um hvort það eigi að bæta við einum í við bót í fjöskylduna og ef það verður það litli Kátur
Sá sem Dúi er með á myndinni,hann er lítil útgáfa af Káti
Annars er Kátur ekki glaður að fara í heimsókn til hennar Doppu hún er svo frek við hann svo er hann annað hvort hræddur við hvolpana eða þolir þá ekki
Eg veit ekki
Annars er allt gott að frétta hjá okkur í dag var síðasti skóla dagurinn hjá börnunum og eru þau komin í vetrarfrí en ekkert frí hjá okkur möggu

bæ bæ meira seinna Posted by Picasa

miðvikudagur, október 11, 2006

FEGURÐ

bilddal.com
Í upphafi þarf konan að vera falleg til að vera elskuð,Síðan þarf hún að vera elskuð svo hún haldi áfram að vera falleg

þriðjudagur, október 10, 2006

allt að komast i samt lag aftur

 
Jæja nú er loksins búið að opna byggerinn og skólarnir eru farnir að rúlla eðlilega aftur. það voru alsælir og þreyttir krakkar sem komu heim af byggernum i gær og þau voru fljót að sofna .......þau voru mikið búin að hafa áhyggjur af kanínunum sínum sem að þau eru með á bygge en þær voru nu sem betur fer á lifi þegar þau komu til baka þau voru nefnilega mikið að spá i þvi meðan bygge var lokaður hvort að dýrin fengju eitthvað að borða.
En hér er að koma haust laufin eru farin að falla af trjánum og það er farið að koma myrkur snemma eða um 7 leytið en það er ennþá nokkuð heitt finnst okkur. Haustfríið skellur á næsta mánudag þá verður hægt að kúra og sofa lengi......:)
Hvolparnir hans Káts stækka óðumm og er algjörar rúsinur getið séð myndir af þeim hér
jæja ætla nu ekki að hafa þetta lengra i bili
knús og kram Posted by Picasa