bilddal.com það er nú best að fara að blogga svo að þið haldið ekki að við séum týnd eða tröllum gefin. Hér er allt komið i fullan gír skólinn hjá krökkunum og vinna........( hún hefur nú svo sem verið til staðar i allt sumar) Skólinn byrjaði nú ekki vel hjá Dúa þvi að hann þurfti að fara i aðgerð og var frá i um viku en hann er svo duglegur að hann verður enga stund að vinna það upp. Síðan á miðvikudag þá þurfti að fara með jóu á Læknavaktina og hún var komin með blöðrubólgu og er búin að vera heima i dag og i gær, en fer vonandi i skólann á mánud. Síðan rauk Dúi upp i næstum 40 stiga hita i gærkvöldi og við fórum með hann til læknis þvi að við vorum hrædd um að hann væri komin með sýkingu eftir aðgerðina þvi að skurðurinn er ekki alveg gróinn en þetta reyndist sem betur fer vera inflúensa. Við erum að vona að þetta verði ekki meira á þessu skólaári nóg komið :) Sylvia er að vísu ekki búin að vera neitt veik ...........7-9-13 hún má ekki vera að þvi held ég svei mér þá. Nú er ég i helgar fríi mikið rosalega held ég að það verði gott hef ekki verið i helgarfríi i langan tíma ætla að sofa lengi og vel :)
Úlfar er líka i fríi á morgun þ.a.s ef að hann segir ekki já við yfirvinnu i kvöld hann er nefnilega alltaf að vinna við sjáumst valla, liggur við að þetta sé bara eins og þegar hann var úti á sjó :) En við fáum þá ekki leið á hvort öðru meðan. Er búin að vera að skoða flug heim á klakann um áramót ég er enn bara að skoða og hugsa málið, en þetta kemur allt i ljós horfurnar eru ekki góðar að við komumst...........ekki það að það yrði yndislegt að koma heim og ég tala nú ekki um að borða góða matinn hennar stóru sys sem að hún er alltaf með á áramótum.( og reyndar allaf ) Ég vona að ég móðgi ekki neinn með þessum orðum þið hin eldið mjög góðan mat en það kemst enginn með tærnar það sem systir mín hefur hælana i eldamennsku:) jæja ætla að hætta þessu blaðri og fara ap kikja á hvað er i sjónvarpinu
knús og kram frá okkur
1 ummæli:
Takk fyrir hrósið litla sys :)
Við vonum öll að þið komist til okkar um áramótin - það væri það besta.
Knús og kossar Stóra sys
Skrifa ummæli