Blessuð - Kátur hérna.
Sögu vil ég nú segja stutta. Málið er að Sylvía fattar ekki að ég er kærastinn hennar. Við kúrum saman oft og förum út að ganga á hverjum degi - ég Á hana. En hún tók upp á því um daginn (er ruglaður í dögunum og er ekki viss á hvaða degi þetta var) að þá kom hún með mannhund (kærastann) hingað heim - sem fékk að gista í rúminu HENNAR en ég fékk ekki að sofa upp í rúminu líka. En ég sá leik á borði að ná mér niður á þessum mannhundi. Hann hefur greinilega litla pissublöðru (ekki eins og ég sem get haldið í mér í marga marga klukkutíma) og fór mannhundurinn að pissa um miðja nótt. Ég að sjálfsögðu laumaði mér inn í herbergið til Sylvíu og faldi mig undir skrifborði. Þar beið ég þangað til mannhundurinn var kominn aftur inn í herbergið og var sofnaður við hliðiná Sylvíu minni. Þegar mannhundurinn var loksins sofnaður hoppaði ég upp í rúmið og meig á mannhundinn og sofnaði að lokum ánægður. Mannhundurinn (sem heitir er mér sagt Sævar) vaknaði rennblautur á hliðinni - vitið stígur nú ekki hátt hjá þessum hundi því hann hélt sjálfur að hann hafði migið á sig. Flestir hérna á heimilinu eru hálfhneykslaðir á mér fyrir þessa hegðun, en ég vil taka það fram að mér er ekki illa við þennan mannhund -hann er sossum ágætur - en núna er ég búinn að merkja mér hann og má hann þá kannski koma aftur og sofa hérna yfir nótt. En þá verður hurðinn að vera opin alla nóttina - spurning um að biðja Úlfar að taka hurðina einfaldlega af. Hvað finnst ykkur um það?
Annað vil ég taka fram. Ef ég finn á lyktinni að þið séuð að borða eitthvað gott viljið þá vinsamlegast gefa mér með ykkur - annars stel ég mér mat. Jóa var eitthvað pirruð út í Ásu núna áðan og vildi einfaldlega fá að borða inn í stofu (henni var víst svo illt í fótunum) og á endingu fékk hún það (Ása getur greinilega ekki staðist sykursætu röddina í Jóu). Þegar Jóa var búin að fá matinn inn í stofu þá hljóp hún eitthvað í burtu og að sjálfsögðu notaði ég tækifærið og náði mér í smá mat - mér finnst lasaniga einfaldlega mjög gott, sérstaklega þegar Ása eldar það. Ég veit að þetta var ljótt að gera en stundum stendst maður ekki freistingarnar.
1 ummæli:
Kátur góður
Skrifa ummæli