fimmtudagur, október 26, 2006

harðsperrur dauðans

 
já það er svo.... i fyrradag fór ég i fyrsta tímann minn i EXTRA leikfimmi sem sagt alvöru tímann, hinir tímarnir eru búnir að vera meira svona með að vigta og mæla mann og athuga i hvernig formi maður er ekkert svakalega upplífgandi að sitja með blöð fyrir framan sig þar sem maður sér svart á hvítu háar tölur og það vantaði bara að þjálfarinn labbaði að borði manns og benti á blaðið og segði eins og unglingarnir gera FACE::: ( það hefði verið betra ef að þetta hefði verið yfirlit yfir bankareikninginn þá hefðu þær mátt vera háar)En i þessum tíma var mikil áhersla lögð á læri og rass....mér svo sem fannst þetta ekkert svakalega erfitt meðan á þessu stóð en annaðhvort hef ég vakið eitthverja vöðva úr löngum dvala eða jafnvel frá dauðum eða að ég hef ekki teygt nóg mjög liklega báðir hlutir, ég fann það þegar ég var á leiðinni út úr tímanum að ég var hálf tilfinningalaus i fótunum en þvi er nú verr og miður að það er ég ekki lengur. Ég get valla gengið og það er hrikalega erfitt að setjast niður og eg tala nú ekki um að fara upp og niður stiga.......:(Og i dag tveimur dögum seinna ber ég þess ennþá merki á göngulagi að eg hafi verið i leikfimmi og kvíður stórlega fyrir morgundeiginum þvi að þá er aftur leikfimmi, ég veit satt að segja ekki hvernig ég á að klára þann tima. já það er greinilega ekki eins næs að ná af sér Nóa kroppinu eins og éta það á sig.
knús og kram Margrét Posted by Picasa

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

á ég að senda ykkur meira nóakropp?

Bílddal sagði...

ja takk eg væri sko alveg til að hugga mig með þvi núna þvi að mér liður ekki vel.......:(

Nafnlaus sagði...

æææææ elskan ertu voða slæm???????

Nafnlaus sagði...

ég er nú að skána:)nú er laugardagur og eg er farinn að ganga þokkalega eðlilega niður stiga :)