Nu verð ég að fara að pakka og ég veit ekki hvar i helv...... ég á að byrja ( viðkvæmir afsakið orðbragðið) i allan dag er ég búin að ganga um og spá i hinu og þessu og ég held að það sé ekki alveg komið inn i kollinn á mér að við séum að fara að flytja og það eftir mánuð :) Ekki það að hausinn á mér hefur alltaf verið þykkur og þver ( er mér sagt )
Lísa og Carsten komu i heimsókn i dag það var rosalega gaman að heyra að Lisa er að spá í að sækja um vinnu þar sem ég er að fara að vinna og þá komum við til með að vinna saman það verður frábært :) Við getum nefnilega brallað mikið.
Jæja best að fara að fara að reyna að koma Dúa i bað, hann er nefnilega komin á þann aldur að það er algjör óþarfi að þrifa sig bara klína nóg jelly i hárið það sést hvort sem er ekki neinn munur er mér sagt.
Nú hef ég ert það að vana hér að setja inn þá sem eiga afmæli og hef ekki staðið mig vel i þvi að undaförnu og biðst ég innilegar afsökunar á þvi og lofa að taka mig á.
En betra seint en aldrei hún Sólrun átti afmæli þann 26 mai og varð ........biðið við nú þarf ég að reikna og i þvi hef ég aldrei verið góð,sérstaklega ekki mínus ég þarf nefnilega að mínusa 1 frá mínum árum. En Sólrun til hamingu með afmælið um daginn.
Knús og kram Margrét
6 ummæli:
Byrja á skápanum og vinna sig svo út og enda á stóru hlutanum.gangi þér veð
Til hamingju ! m-amma og Hilmar
Takk fyrir :)
muna bara að HENDA líka - algjör óþarfi að taka allt með sér. Síðan máttu koma til mín og taka til í mínum skáp (ótrúlegt að ég sé ekki að flytja í ár!)
Já það þarf sko þokkalega að henda
en ég held að ég segi pass við skápunum hjá þér :)
Til hamingju með húsið,hlakka til að koma í heimsókn og skoða slotið
Skrifa ummæli