Hjá okkur er allt gott að frétta, erum að kafna i verkefnum en verður ekki mikið úr verki :( I dag fórum við í heimsókn i skólann sem að krakkarnir eru að fara i eftir sumarfrí, það var roslega vel tekið á móti okkur og Dúi og Jóa hlakka til að vera þarna, Jóa var fljót að eignast slatta af vinkonum og var komin á full eftir 15 mín með bekknum Dúi hélt sér meira til hlés en leist vel á og var ekki neikvæður enda gat hann ekki annað þvi að krakkarnir i bekknum tóku svo vel á móti honum.
Og bestu fréttirnar sem að þau fengu var að skólabílinn stoppar fyrir utan húsið okkar og siðan beint fyrir utan skólann það var sko ekkert smá gool að þurfa ekki að labba langar vegalengdir sögðu þau.........og mér skylst að það sé mikið stuð i skólabílnum á leiðinni:)
Ekki getum við sagt að við séum búin að vera dugleg að pakka niður ekkert hefur bæst i kassa hauginn en eg lokaði nokkrum, ég er alveg hrikalega róleg skil þetta ekki meinast bara um og spái í hlutunum frekar en að gera eitthvað af viti.
Krakkarnir eru orðin svaka spennt að fara heim til íslands það á mikið að bralla er mér sagt..nokkuð viss um að hún systir mín hefur nóg að gera með að fylgjast með prakkara skapnum i þeim frændum, þeir hafa nú verið duglegir að bralla eitthvað þegar saman koma :)
Við gömlu hlökkum líka mikð til að njóta þess að vera EIN i 20 daga frábært :)
Á morgum erum við að fara að leggja siðustu undirskrift okkar ( veit ekki hvað við erum búin að skirfa á marga pappira) og þá á allt að vera klappað og klárt og afhending er 1 júli
Úlfar segist ætla að setja inn myndir á eftir eitthver slatti sem að við erum búin að vera að taka.
Ætla ekki að hafa þetta lengra
Knús og kram Margrét
1 ummæli:
Myndinar eru komnar inn og ég er búin að laga 2007 linkin nú er bara að bíða eftir að magga klári 2006 linkin
Skrifa ummæli