þá erum við búin að fara i fjölskyldumessu hér i Hvorslev og var hún skemmtilega sett upp, krakkarnir voru alveg dolfallin sérstaklega Jóa og þar sem voru skírð 2 börn var þetta ennþá meira áhugavert. Eftir messu var haldið til Dýrasýningu og þar var Jóa með kaninuna sína og Dúi með Kát ekki hrepptu þau verluan að þessu sinni . Kökusmökkun var líka og bakaði ég sælgætiskökuna og auðvitað vann hún :) fékk 8 kílo af hveiti í verðlaun og allar kellingar bæjarins á eftir mér að fá uppskriftina :)
Við erum ílla plöguð af geitungum þessa stundina varla hægt að vera úti, þannig að við erum með bú erum ekki alveg viss hvar það er en verðum að reyna að finna það, þvi að þeir eru virkilega grimmir og árasagjarnir núna.
Við tókum nokkrar myndir i dag og er Úlli búin að lofa að setja þær á netið i kvöld.
jæja ætla að fara að taka úr þvottavélinni bið að heilsa knús og kram Margrét
5 ummæli:
Til hamingju með verðlaunin, þá getur þú aldeilis bakað, gott fyrir ykkur að fara í kirkju það sem Jóa ætlar að verða prestur ,
kveðja úr vesturbænum
sendi pakka eftir helgi, annars er allt á fullu hér í sultugerð
ef þú vilt fá epli þá verður að koma og sækja þau
ja það er mjög gott að fara i kirkju krakkrnir hafa gott af þvi.
Já og fullornafólkið líka.
jaa ég veit ekki með það en þetta er fín prestur sem er hérna
Skrifa ummæli