mánudagur, mars 30, 2009

Vorið


Vorið er komið og grundina gróa
Eg er farin að hjóla i vinnuna
Það er ekki annað hægt en að vera glaður

sunnudagur, mars 29, 2009

lærum þetta aldrei


Nú erum við komin á sumartíma gerðist i dag og tókst okkur i 4 skipti að klúðara eða gleyma þvi þannig að Úlfar varð of seinn i vinnuna...það er sko ekki málið fyrir okkur að muna þegar við förum á vetratíma þvi að þá fáum við einn tíma auka i svefn en þegar við eigum að missa einn þá erum við ekki að fatta hljótum að vera mjög léleg i mínus. En nóg um það, hér er allt ágætt að frétta vor i lofti og garðurinn allur að koma til, það er sko ekkert smá mikið af allskonar blómum sem eru að spretta upp hist og pist.
Úlfar byggði þennan flotta kaninugarð og fluttu kaninurnar i hann i gær ég spurði Úlla hvort að það væri ekki alveg öruggt að þær kæmust ekki inn til hvors annars... garðurinn er sko alveg heldur sagði hann og viti menn i morgun þegar ég fór út i garð var kellinginn hans Dúa inni hjá kallinum hennar Jóu örugglega verið svaka stuð á þeim i alla nótt....... :( já ..

Annars er bara allt við það sama hér.
knús frá DK

laugardagur, mars 28, 2009

he he he ....hi hi

plataði Úlla núna og ekki i fyrsta eða síðasta skipti... eg blogga og hann setur á rúmin...búin að blogga
knús frá Dk

laugardagur, mars 21, 2009

Kanínu búr




Úlfar og krakkarnir voru að smíða kanínugarð i dag og það munaði litlu að ílla færi þegar kanínu kellinginn stökk yfir til kallsins það varð uppi fótur og fit i garðinum til að ná henni út áður en að það yrði og seint....en ég er nú ansi hrædd um að slysið eigi eftir að gerast....:)

föstudagur, mars 20, 2009

Búin að laga

það komu svo margar kvartanir útaf myndum en nú er búið að laga þær
ÚLLI

fimmtudagur, mars 19, 2009

Nýjar myndir


Jæja nú er vorið komið og magga fór út með myndavélina og tók nokkar myndir af garðinum og aldrei þessu vant voru myndinar færðar yfir á netið strax
Ég get verið svo duglegur og nú er að fara að setja í þvottarvél taka til í eldhúsinu fara út með Kát og svo í vinnuna
ÚLLI

mánudagur, mars 16, 2009

Garðvinna




Við fórum í smá garðvinnu í dag
Ég fékk lánaða kerru hjá nágrannanum til að fara með gömlu hurðarnar og það rusl, svo var garðurinn fullur af sprekum og laufum (já við tókum þau ekki í haust) en eftir að við vorum búin að setja í eina kerru sáum við að þetta yrðu engin smá vinna
En þegar neiðinn er mest er hjálpin mest
Magga fékk snildar hugmynd bara brenna sprekinn og laufin ég fór í gang með að kvekja eld í járn bala sem við eigum
Eftir smá stund var komin fínn eldur en svolitið mikill reykur og var okkur hætt að lítast á blikuna og vorum að spá í að fara að slökkva í þessu
En þá kom einn nágranni okkar að tala við okkur og vorum við alltaf að bíða eftir að hann færi að setja út á eldinn en aldrei sagði hann neitt um eldinn
Ég spurði hann út í eldinn og honum fanst það ekkert að tala um það sem við gerðum í okkar garði kæmi bara engum við.
Svo það var farið á fullt að brenna en þegar við byrjuðum að brenna laufin kom svaka reykur og garðurinn fylltist af reyk
þannig að það gekk ekki.
þá var komið að mér að fá snilldarhugmynd
Smiða safnkassa
þannig er málið
að við fáum trépillurnar á vörubrettum og er þau byrjuð að safnast upp og ég vissi ekki alveg hvað ég ætti að gera við þau
var að spá í að saga þau og brenna í brenniofninn
En ég ákvað að nota þau í safnkassan og það tók ekki langan tíma
þegar ég var hálfnaður ákvað ég að klára hann ekki af þvi að nú á að fara að smiða garð fyrir kanínurnar en ég spái því að eftir tvö ár verði safnkassin tilbúin og komið þak á hann og alles
Ég ætla ekki að segja ykkur hvað jóa var glöð þegar hún kom heim og sá að það var komið bál í garðinn og þegar ég sýndi henni hvað við eigum eftir að brenna mikið sú var glöð
Mamma þarf samt engu að kvíða það er nóg eftir í garðinum
ÚLLI

laugardagur, mars 14, 2009

Hjálp.......


Við erum að drukkna i verkefnum......okkur er að fallast hendur á öllu sem að við eigum eftir að gera vantar 24 tíma auka i sólahringinn og eitthvað hrikalega öflugt gingsen til að geta klárað, eða svona eins og 10 auka hendur...
Í dag vorum við að setja upp fataskáp i fataherberginu ekki dugði þessi dagur i meira:(
erum búin að ákveða þangað til annað kemur i ljós á mánudag að að reyna að keyra öllu draslinu sem að er i garðinum á haugana það eru sko margar feðir.
Annars bara allt ágætt að frétta.
kveðja frá Dk

miðvikudagur, mars 11, 2009

Ekki svalur lengur

Sko ég gætti sagt sögur af hví þegar ég var að synda bæði í Grindavíkurhöfn og í Hornafjarðarhöfn eða synti á milli báta þegar magga fór til Rekjavíkur á sjúkrahús
og líka þegar ég var að hjóla í 2cm snjó og taka fram úr snjóruðnigstækjum eða þegar ég hjólaði um miðjan des frá Reykjavík til Grindavíkur en ég ætla ekki að gera það
Ég ætla að skrifa um dagin í dag
Nú er ég búin að bíða í 11 daga eftir að geta farið á hjólinu í vinnuna og altaf að bíða eftir að aðstæður séu réttar
það er búið að vera skúrir og það er enn kalt á kvöldin
Svo í dag var sól og 10 stiga og ég áhvað að fara á hjólinu og hvílík sælla bara ég hjólið og malbikið
Sem betur fer eru engar kindur hér sem ligja í vegarkantinum til búnar að ráðast á man
En þegar ég var búin að vinna og var að gera mig kláran að fara á hjólið fóru nú að reina á mig tvær grímur það var sko ekki heitt lengur eigilega bara skít kalt og þegar ég var búin að fara srka 500 metra var mér orðið skít kalt á höndum og þá átti ég bara 44 km eftir heim
þegar ég kom heim var ég frosin á höndum
Ég ætla að láta mér þetta að kennigu verða og ekki fara aftur á hjólinu í vinnua í hella viku


ÚLLi

þriðjudagur, mars 10, 2009

Lítil ferming

Presturin hér í Hvorslev er svoldið ofvirkur
santa luseija var ný búið þegar við fengum að vita að bekkurinn hennar jóu færinn í enhvað sem heitir lítil ferming og er jóa búin að vera í margar vikur einu sinni í viku upp í kirkju að læra fyrir þetta
þessu vildi hún ekki sleppa enda ætlar hún að vera
prestur,sagnfræðingur,fornlefafræðingur,bakari og hún ætlar að vera með handavinnu búð
Magga er alfeg að vera vitlaus á þessum presti enda er hún búin að fara oftar í kirkju síðustu níu mánuð heldur en síðustu 20 ár en ég hef sloppið vel enda alttaf að vinna á sunnudögum
það er svoldið öfugsnúið því ég er mikið trúaðri heldur en Magga
Við skifstum svoldi í tvö horn á þessu heimili Magga og Dúi eru ekki mjög trúið en bæði ég og jóa trúum mikið.
Hvað um það 22 mars kl 1000 verður þetta og svo að sjásögðu verður kaffi í samkomuhúsinu og hér á eftir
Upplagt fyrir þá sem vija koma í helgarferð til DK koma og kíkja á dömuna


KV,ÚLLI

laugardagur, mars 07, 2009

Vinna vinna vinna.....


Hér er svo sem ekki mikið að frétta, við erum i vinnutörn núna þannig að það gerist ekki mikið merkilegt þessa dagana. Nema það að hér er vor i lofti og ekki nærri þvi eins kalt og er búið að vera ekkert nema gott um það að segja.
Svo styttist óðum i það að Jóhanna komi og er öllum farið að hlakka til.
Það lítur út fyrir að það sé fjölgunavon hér á heimilinu kisa er orðinn frekar sver....:( við verðum bara að vona það besta og vona að það sé bara einn kettlingur ekki 10 .....djöfullinn bara.
Úlfar byrjaði i dag að smíða marjurtagarð fyrir mig, svo að við getum sett niður rauðar kartöflur frá íslandinu.... þar að segja þegar ég fæ útsæði.
Annars allt gott héðann
knús og kram frá okkur

þriðjudagur, mars 03, 2009

Ýmislegt verið að brasa


Við erum sko aldeilis búin að vera dugleg i dag og erum ekki hætt. Dagurinn byrjaði aá þvi að leggja glasvæf á tilvonandi Dúa herbergi og gekk það ekkert smá vel....hann Úlfar er svo liðugur hoppar fram og aftur um sperrurnar já það er ekki auðvelt að setja þetta allaleið þarna upp mundi ca á að lofthæðin væri um 3,5 metrar og mikið undir súð, við ákváðum að það væri auðveldara að koma herberginu i stand áður en Jóhanna kemur frekar en að rusla öllu út úr fataherberginu, þannig að bráðum verðum við komin með 2 aukaherbergi þannig að það er um að gera að fara að bóka sig..:) hér er gisting fri eða gratis eins og danir segja :)
Nokkur pylsu horn voru líka bökuð í dag átti að baka fleiri en sumir voru búnir að éta helminginn af pylsunum það var átvaglið mikla hann Dúi svo að hluta af deginu var bara breytt i pizzu, krakkarnir voru orðin svo leið á rugbrauði i skólann að við urðum að finna upp nýjungum.
Síðan erum við búin að vera að vinna æi heimasíðunni og LOKSINS eru komnar inn myndir frá jólum og eitthvað smá frá febrúar.
jæja ætla ekki að hafa þetta lengra bið að heilsa knús og kram frá DK