þriðjudagur, október 27, 2009

Morgunleikfimi

Nú á sunnudaginn var klukkuni hér breitt og erum við þá einum tíma á undan
það var æðislegt að fá að sofa einum tima lengur aðfranótt sunnudags.
En það þarf að beryta öllum klukkum og símum og ég glemdi að tékka á símanum hanns Dúa svo á mánudagsmorgum byrjar hann að hringja.
Dúi vaknar aldrei við síman svo ég fer fram úr slekk á símanum fer niður fær mér kaffi og siggó og fer svo að vekja Möggu sem verður alfeg brjáluð afhví að klukkan er bara 0550
Ekki gat ég sofnað aftur svo var ég að vinna að svo skemtilegu verkefni að ég gat ekki lagt mig áður en ég fór í vinnuna.
Svo þegar ég kom heim var svo mikið að gera í tölvuni að ég fór frekar seint að sofa
Klukkan sek í morgun vakna ég við að Magga er að vekja mig
Vinnufélagi hennar hafi keyrt út á gras og bíllin var fastur og þurti enhvern sterkan til að íta á hann það tók ekki neima 10 mín í altt en ekki gat ég farið að sofa aftur og get ekki lagt mig í dag og svo er það vinna í kvöld
En á morgun á ég frí svo ég ætti að geta náð mér í kríu engin stór verkefni sem liggja fyrir


ÚLLI

Engin ummæli: