sunnudagur, desember 27, 2009

Guð

Guð er til og hérna er sönnun fyrir því og hann er líka góður.
K,V ÚLLI

miðvikudagur, desember 23, 2009

Gleðileg Jól


Gleðileg Jól
Við fengum hvít Jól a þessu sinni
það hafa ekki verið hvít jól hér í DK síðan 1995 og ekki nema átta síðan 1900
þannig að þetta er bara undateknig að það séu hvít jól.
Hvít jól eru skilgrend þanig að það sé 5 cm snjór í 90% af landinu þannig að það geta hafa verið hvít jól á einstka stað oftar.
En það hefur verið kaldasti Des hér í DK í 135 ár og hann er ekki búin.
Gróðurhúsa áhrif hvað
Ég skil ekki afhverju ég er svona ángæður me að hafa rétt fyrir mér
Ég hef altaf rétt fyrir mig um men og málefni.
En ég vona að allir eigi gleðileg jól

K,V ÚLLI

laugardagur, desember 19, 2009

Bæjar ferð


Í dag var ákveðið að fara í niður í Aarhús að versla og í skötu veislu.
það eina sem Magga átti að gera var að bakka bílnum(ég var upptekin að koma mínum út)
En hún gat klúðarð því.
Ég er enn að reyna að skila hvenig þetta var hægt.
En þetta var þræll góður dagur vorum í Bilka og fleiri búðum.
Svo var farið í skötu verslu hjá Íslendiga félagin og það var góð skata sem var boðið upp á vel kjæst og fínn og góður félagsskapur.
Dúi var ekki hrifin af lygtini en hann gat borðað og jóa elskaði saltfiskin

það er annað ,það er þræl gaman af dönunm núna það kom smá snjór í miðjugudagin og allir eru skíthræddir en þetta er ekkert til að tala um

fimmtudagur, desember 17, 2009

Gull laugardagur

Þanig er mál með vexsti að ég má ekki vinna á laugardögum eða ég má en það er ekki hægt að skilda mig til þess svona að jafnaði.
Núna 26 Des lítur allt út fyrir að það verði allt á hvolfi upp í Coop svo að verkstjórin skildað mig til að koma og þá þurti að semja og trúnarmaðurinn vann fyrir laununm sínum
Ég fæ þreföld dagvinnu laun á tíman plús bónus og er tryggð vinna í tíu tíma
þannig að dagurin gefur 4600 Dk krónur.
það er fínn jóla bónus ofan í þann sem ég fékk í byrjun Des.
Svo eru fultt yfirvinnudögum og tæknilegum yfirvinnu dögum þessa dagan og það verður gott sem kemur í umsagið eftir Jól.
En svo líka góð frí inn á milli
það er ekkert smá gaman að vinna um hátíðar
það líka svo mikið af skólakrökkum að vinna svo það er mikið betri anndi mikið grín og glens,það er flott hjá þessum krökkum að ná SU inn á einum degi.
En nú er best að hætta þessu og fara að hjálpa Möggu að bakka smá kökkur


ÚLLI

miðvikudagur, desember 16, 2009

Vetur konugur


það er komin snjór
Í fysta skifti sem það snjóar hér í Desmber og nú er moguleiki á hvítum jólum.
En það voru ekkert smá glöð börn sem vöknuðu í morgun.
það hefur sjaldan eða aldrei verið jafn auðvelt að koma þeim í skólan.
þau voru komin 15 mín fyrir út en vanalega(þau þurtu tíma til að leika sér)
En það var svoldið fyndið að allir kallanir voru komnir út kl 7 að moka snjó það er valla gangsétt hér í Hvorslef sem ekki er búið að moka
þetta var ensog í amerískri bíómynd og það er víst meiri snjór að koma sem er bara fínt


K.V ÚLLI

þriðjudagur, desember 15, 2009

Loftslags ráðstefna

Jamm nú er ekki horfandi á sjónvarp vegna þessar ráðstefnu.
það er kanski rétt að byrja á að seigja að ég trúi ekki á að loftslag sé að hlína af manna völdum.
En allur er varin góður og það er rétt að ganga vel um umhverfið.
Ég fór að spá í hvað við erum að gera til að ganga vel um.
Í fysta lagi erum við að nota trépillur sem hitta gjafa okkur stendur til boða olía(það þarf bara að hringja allt er til staðar) eða gas.
En trépillunar menga minst og eru ódýrastar af þessu þrennu.
þá að það sé helvítis vinna.
En í framtíðin er stefnt að því að fá sólarsellu á þakið en það kostar slata.
Auðvita eru spar perur í öllum ljósum og og það allfeg slökkt á öllum millstikjum þegar það er farið að sofa.
En það er kannski ekki umhverfis þátturin sem ræður heldur buddan.
Nú svo er það þvotturinn nú erum við næstum hætt að nota þurkaran ég er búin að setja upp snúru niður í kjallara þar sem hitta elementið er og þar þornar þvotturin á einum sólahring svo eru komnar snúrur frami í gömlu bygginguni.
það spara peinnig og kol (80% af rafmagni er framleit með kolum hér í DK)
En svo eru það bílanir en þar sem við eru orðin ullarsokkar er ekkert hægt að gera í því við verðum að vera með bíla og við verðum að vera með sitt hvorn bíllin til að komast til og frá vinnu en svo auðvita á sumrin fer ég á hjólið og það mengar mikið minna og notar svo til ekkert bensín.
það virðist vera að ef maður leitast við að spara þá er það betra fyrir umhverfið
því ódýra hví betra
En annars er eg komin með tvær lausnir á þessu með tvo bíla
Fysta kaupa rafmgns bíla og önnur að fá hiðarvagn á hjólið og þá er hægt að vera á því allt árið.
þið hefðu átt að sjá svipin á Möggu þegar ég var að tala um hiðarvagnin
Jæja nú er komið gott af þessu bulli K,V ÚLLI

miðvikudagur, desember 09, 2009

Jól í Desmber


það voru til svona jóla tré í búiðn hjá okkur í gær og ég var enhvað að tuða um heimsku dana að selja svona lifandi tré í Desmber
þá var mér bent á að ég byggi ekki lengur á hjara veraldar og svo lengi sem værir ekki frost værir hægt að gróðursetja jólatré.
Svo ég kom heim með þrjú og svo er bara að sjá til hvernig þau spjar sig.
Ef við gerum ráð fyrir að þau stækki um 20 til 40 cm á ári er hægt að setja ljós á þau eftir 2 ár
Svo er þetta svo gott fyrir umhverfið dregur í sig kíló af CO2 á ári að meðaltali


K,V ÚLLI

mánudagur, desember 07, 2009

Elska vinnuna mína fyrir jól

Já nú eru að koma jól og þá er fultt að gera í Coop og dagurin í gær var frábær.
það byrjaði á hví að það þurti að nota matsalin fyrir fund og við þurtum að taka matartíman hálftíma fyrir en venjulega og samhvæmt kjarasamnigum er það bannað
þanig að við fengum boraðan 60 kall fyrir að fara fyrir í mat.
Svo þegar ég var að fara heim kom í ljós að það vantaði einn kjöt bíl og var ég og ein annar beðnir um að vera lengur og klára,sem var ekkert mál
Við vorum ein og hálfan tíma að klára þetta en fengum hálftíma auka afhví að við fórum ekki í mat og svo annan hálftíma af því við vorum búnir að vinna meira en 11 tíma þetta er bara snild.
þanig að dagurin í gær gaf 1000 kall auka.
Ég reiknaði út fyrir strákin hvað við fengum fyrir dagin
Hann var ekkert smá glaður ný byrjaður og á einum degi vann hann inn 3/5 af því sem hann fær í SU
það er bara fínt fyrir 18 ára strák og af því að það er Desember vinnum við 6 Sunnudag þannig að við erum að vona að hann vinni sér inn 4 SU í þessum mánuði plús að hann vinnur virka daga líka.
það er nátturlega ekkert mál að vera í skóla og vinna í Coop í enhvern tíma en það gengur senilega ekki til lengdar en samt hann ætti að ná helmingin af mínum launum á ári ef hann er duglegur
það er vesta að ég geti ekki gert þetta

K.V.ÚLLI

föstudagur, desember 04, 2009

Sólarorka


þetta seti ég saman fyrir í gær
Tvær fötur límdar saman og steinar í botnin og ég er komin með frumstæða sólarorku.
þetta er ekki mín hugmynd þetta sá ég á DR fyrir nokkrum vikum.
þar var seit grind í miðjuna og notað til að þurkka áveksti það kom fram í þessum þætti að það værir 35 gráðu hitti inn í svona apparti en það var ekki talað um hvað það var heitt út
Nú er bara að prófa hvort þetta virkar í frosti og ef það gerir það þá er hægt að prófa sig enhvað áfram og nota þetta til að hitta húsið á dagin.
það værir pottþétt ef það værir hægt að fá 10 gráður inn á dagin.
Nú er bara að bíða eftir að það komi sól.





K,V ulli

miðvikudagur, desember 02, 2009

Stolið

Fann þetta á netinu bara verð að stela þessu

1.
Glitnisgaur kom fyrstur,
gráðugur í öll bréf.
Hann laumaðist í vasana
og lék með fólksins fé.

Hann vildi sjúga þjóðina,
þá varð henni ekki um sel,
því greyið var sko afæta,
það gekk nú ekki vel.

2.
Björgúlfsaur var annar,
með gráa hausinn sinn.
Hann skreið úr skipi hafsins
og skaust í bankann inn.

Hann faldi sig í Rússlandi
og froðunni stal,
meðan bjórmeistarinn átti
við Yeltsín gamla tal.

3.
Bjármann hét sá þriðji,
böðullinn sá.
Hann krækti sér í milljarða
þegar kostur var á.

Hann hljóp með þá til Noregs
en hirti ekki um sjóðina,
sem féllu hver af öðrum
við sjáum núna slóðina.

4.
Sá fjórði, Bændasleikir,
var fjarskalega sljór.
Og ósköp varð hann leiður,
þegar bankadruslan fór.

Þá þaut hann eins og Welding
og þotuna greip,
og flaug með henni í London
því krónan var svo sleip.

5.
Sá fimmti Smárasnefill,
var skrítið fjármagnsstrá.
Þegar hinir fengu í nefið
hann barði dyrnar á.

Þeir ruku’upp, til að gá að
hvort gestur væri á ferð.
Þá flýtti’ ann sér að pokanum
og fékk sér góðan verð.

6.
Sá sjötti Sigjónárna,
var alveg dæmalaus.-
Hann framundan rústunum
rak sinn ljóta haus.

Þegar fólkið vildi skýringar
á auralausum reikningum,
hann slunginn var að afsaka
og skyldi ei neitt í hlutunum.

7.
Sjöundi var Heiðarmár,
sá var sjaldan sýndur,
ef fólkið vildi tal af ‘onum
hann var alltaf týndur.

Hann var ekki sérlega
hnugginn yfir því,
þó þjóðarskútan maraði
þá hálfu kafi í.

8.
Baugabur, sá áttundi,
var skelfilega þver.
Hann hluta keypt’af bönkunum
með hluta úr sjálfum sér.

Svo lánaði hann sér milljarða
og yfir öðrum gein,
uns hann stóð á blístri
og stundi og hrein.

9.
Níundi var Nógafaur,
næmur á fé og snar.
Hann hentist út um heim inn
og hluti keypti þar.

Á enskum bita sat hann
í símaleik
og át þar hluti drjúga,
enga Breta sveik.

10.
Tíundi var Skallakjaftur,
tungulipur mann,
sem hamaðist á landslýð
og æsti upp hann.

Ef vammlegt var hvergi
né ósiðlegt að sjá,
hann oftast nær seinna
í það reyndi að ná.

11.
Ellefti var Stjórnaskelfir
aldrei fékk sá kvef,
og hafði þó svo hláleg
og heljarstór eyru og nef.

Ef fnyk af féhyggju
ekki hann fann,
þá léttur, eins og reykur,
lyktina upp spann.

12.
Sólráður, sá tólfti,
kunni að spinna vef.-
Hann þingmannasveitina
sveigði í kosningaþref.

Hann krækti sér í fylgi,
þegar kostur var á.
En stundum reyndist enginn
akkurinn hans þá.

13.
Þrettándi var Kreppugeir,
þá var komið kvöld,
alltaf kom hann síðastur
á bankahrunsöld.

Hann blekkti litlu börnin sín,
sem mótmæltu prúð og fín,
og trítluðu um bæinn
með spónaspjöldin sín.

Höfundur óþekktu