mánudagur, maí 29, 2006

góð hugmynd hjá Dúa

 
Dúi kom með frábæra hugmynd i dag. Hann ætlar að setja Ella i ferðatösku þegar hann er að koma aftur heim til DK og taka hann með, og þá verður Þórveig að koma og sækja Ella og þá hefur hann besta vin sinn og ég hef stóru sys.........:) hann er nú alltaf svo hugmynda mikill, Enn hann er orðin mjög spenntur og hlakkar til að koma:)
stórt Knús frá Dúa Posted by Picasa

fimmtudagur, maí 25, 2006

hvar er sólin

 
Við erum búin að vera með hundleiðinlegt veður i 2 vikur:( ekkert hægt að grilla né liggja i sólbaði. Það skiptir um veður hér á svona 20 mínuta fresti rigning og rok sól og rok og siðan voru haglél hér i morgun.......súrt við verðum bara að vona að þetta fari nú að skána við verðum víst að vera bjartsýn. Annars er bara allt við það sama hér við erum búin að hafa það mjög kósy i dag ég og krakkarnir bökuðum okkur pizzu og legðum okkur spólu :)
meira seinna knús og kram Posted by Picasa

þriðjudagur, maí 23, 2006

styttist óðum

 
jæja nú styttist i það að krakkarnir séu að fara til Íslands ekkert smá fljótt að líða við verðum bara að fara að pakka niður fyir þau. Þau eru mjög spennt en samt líka kvíðin. Veit nú samt ekki hvað við gömlu eigum að gera af okkur ALEIN allan þennan tíma ...? en það er sem sagt 23 dagar þangað til þau fara, sem minnir mig á það að ég þarf að fara að kaupa ferðatöskur .........:)
Á morgun i skólanum hjá Dúa og Jóu er Karamellukast og vatnsstríð, þau eiga að mæta með vatnsbyssur og auka föt i skólann á morgun þetta er út af þvi að það er síðasti skóladagur hjá 9 bekk hann er sem sagt kominn i upplestrarfrí. stuð stuð
síðan eru krakkarnir komnir i 4 daga frí það verður gott fyir þau að kúra fram eftir á morgnana....
jæja ætla ekki að hafa þetta lengra núna
knús og kram frá okkur Posted by Picasa

mánudagur, maí 22, 2006

tókst greinilega ekki

 
það tókst nu greinilega ekki að setja inn línkinn á siðuna hennar Sólrunar en hér er hann.
þessi mynd er tekinn af garðinum okkar svona er hann búin að líta ut i rúma viku, en þegar ég kom heim i dag þá var búið að loka aftur og svo er bara að bíða eftir að við fáum hinar hliðarnar nýjar líka.......:)
bless bless Posted by Picasa

jóa

 
Og hér er ein mynd af Jóu tók hana lika i kvöld 22/5 það er mikið stuð að róla. En núna verð eg víst að þjóta á eftir að smyrja 5 nestis pakka fyir morgun daginn. jú eitt enn haldið þið ekki að hún Sólrun vinkona sé farin að blogga hér er slóðin á siðuna hennar ef þið viljið kikja ég set linkinn inn á linka síðuna okkar við tækifæri

meira seinna knús og kram Posted by Picasa

flottur að hjóla

 
ég tók þessa mynd af Dúa i kvöld 22/5 og ákvað að setja hana hér inn , þvi að vefstjórinn er svo latur að setja inn nýjar myndir......en kannski ef að honum verður hótað að verða sagt upp þá fer hann kannski að bæta sig :) við erum með fullt af myndum sem að vantar að keyra inn á netið vonandi verður það gert fljótlega. en nóg um það. Það er sko ekki hægt að segja annað en að hann Dúi sé orðinn flinkur að hjóla Posted by Picasa

sunnudagur, maí 21, 2006

bæjarferð

 
það var ákveðið á föstudaginn að við myndum þurfa að fara i bæinn á laugardag, þvi að þegar ég sótti krakkana á byggerinn þá vara Dúi kominn með hælinn út úr stigvélinu sínu og það skal tekið fram að þetta eru stigvélinn sem að hann fékk í afmælisgjöf frá Ingu ömmu og þetta eru svört nokia stigvél......jeminn ég bara svitnaði við tilhugsunina að fara með honum krúsa mínum að kaupa stigvél, við skulum orða það þannig að hann sé með mjög ákveðnar skoðanir hvernig hlutirnir eiga að vera sem að hann vill vera í.
við fundum nú enginn svört stigvél en við fundum dökkblá og eftir mikið þras og þref þá keypti hann sér þau og svo fékk hann sér lika svarta strigaskó, en i morgun þegar hann vakaði þá voru þessi stigvél alveg hrikalega ljót.
Sylvia keypti sér lika skó og Jóa þær voru nú ekki lengi að velja þá :)
Á föstudagin fóru Jóa og Dúi i klippingu eg lét klippa Jóu mikið þvi að við erum orðin hundleið á þessum óboðnu gestum sem eru alltaf af og til að banka hér upp á , og ég er nu nokkuð viss um það að ef að hún tekur þessa gesti með sér heim til Islands þá fara ömmurnar af límingunum........:)
Annasr er bara allt við það sama hér, búið að vera hundleiðinlegt veður og á vist að vera það i viku i viðbót :( :(
En meira seinna knús og kram Posted by Picasa

þriðjudagur, maí 16, 2006

vantar hugmyndir

 
Nú ætla ég að spyrja enn og aftur og vonandi fæ eg eitthver svör eða góðar hugmyndir, eins og þið hafið tekið eftir þá er myndasíðann okkar i þvílikri óreiðu að það mætti halda að verið væri að horfa á geymsluna hjá okkur. En hún er svona af þvi að mig skortir hugmyndir .......eruð þið með eitthverjar ????????
knús og kram Posted by Picasa

langt síðan við höfum bloggað

 
Nú er nú frekar langt síðan við höfum bloggað:) veit nú ekki á hverju ég á að byrja að segja frá...........Jú Krakkarnir eru að fara til Íslands þau fara 15 júni og koma til baka 15 júli .......ég hugsa að það verði nú frekar skrítið og tómlegt að hafa þau ekki i HEILAN mánuð Jóhanna ætlar svo að koma með þau aftur til baka og stoppa hjá okkur i eitthvern tíma. Hér er búin að vera rosalega gott veður og við erum búin að vera dugleg að liggja í sólbaði og grilla og framveigis:) En í gær byrjaði að rigna og kólnaði alveg skelfilega og það er ekki góð spá út vikuna.
Kanínurnar sluppu út eina nóttina og fluttu að heima sem sagt hér var mikil sorg og mikið grátið og við fórum að leita og þær fundust ekki :( við reyndum mikið að leiða krökkunum það fyrir sjónir að nú væru þær bara hamingju samar út i skógi með öðrum kanínum en þau voru alveg miður sín........... en eftir um viku var bankað hér lafmóður kall með eina kaninu og spurði hvort að við ættum ekki hana ...... mikið skelfilega langaði mig að segja Nei ég kannast ekkert við þessa kaninu en ég kunni ekki við það. Í fyrstu héldum við að þetta væri Serifina kaninan hennar Jóu þvi að hun var svo feit......en við uppgvötuðum það fljótlega að þetta var Rósa Dúa kanina þvi að hún er svo skelfilega leiðinleg bítur og klórar...... en svona er það.
jæja ætla ekki að hafa þetta lengra núna ætla nu að reyna að vera duglegri að blogga knús og kossar frá okkur Posted by Picasa

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN AFI

 
Hann Afi minn átti afmæli þann 11 mai Til hamingju með það afi minn
kossar og knús frá Danmörku Posted by Picasa