það eru nú ekki miklar fréttir af okkur héðan, en betri eru engar fréttir en slæmar :) Við erum nú svona aðeins farin að spá i jólum þá sérstaklega ég og börnin, Úlfar hefur nú aldrei verið mikið fyrir jólastúss bara ef að hann fær Hamborgarahrygg og toblerone is ala Margrét þá er hann alsæll þessi elska :)Kátur er byrjaður á þvi að neita að fara út á kvöldin þvi að hér er byrjað að sprengja flugelda og hann er skíthræddur við þá greyjið nú verður þetta svona hjá honum þangað til i endaðann janúar.
Sylvia fékk linsurnar sínar i gær og hún er alsæl með það, það er frekar skrítið að sjá hana án þess að vera með gleraugu hún er búin að vera með þau síðan hún var 9 mánaða, vonandi gengur þetta vel. jæja ætla að hætta þessu tilgangslausa bloggi þvi að ég hef ekkert að segja
knús og kram Margrét
Engin ummæli:
Skrifa ummæli