sunnudagur, júlí 06, 2008

pakka:(


Þessa dagana finst mér ég ekki gera neitt annað en að pakka og ekki virðist ég pakka nóg þvi að það er nóg eftir :( það bætir ástandið ekki að ég er orðin drullukvefuð með eyrnabólgu og halsbólgu......og það á miðju sumri ég á ekki til orð.
Að visu pökkuðum við ekkert i gær þvi að hún Aðalheiður átti afmæli á föstudag 5 ára skvísa og var okkur boðið i veislu i gær.
Siðan var haldið i kveðju grill hjá Annettu og Jimmy og Mattiasi það var sitið fram á kvöld og mikið spjallað, ekki það að við komum nú til með að hitta þau af og til en ekki kannski eins oft þegar við erum flutt.
Nú styttist i að rúsinurnar mínar fari til Íslansd það verður örugglega frekar skritið að vera án barna langt siðan það hefur gerst.....en ekki það að við höfum nóg að gera.
jæja ætla að hætta þessu bulli og reyna að leggja mig og sofa úr mér kvefið
knús og kram Margrét

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið Aðalheiður krútt.