jæja eftir marga langa og erfiða daga og mikla verki i vöðvum og baki þá erum við loksins komin með allt dótið okkar i hús :) og tekur við núna að koma hlutunum á sinn stað og ganga frá þvi sem að vantar að gera :)
Föstudagurinn byrjaði ekki vel þvi að þegar við komum að sækja bílinn sem að við höfðum tekið á leigu var hann bilaður og ekki til neinn annar bill þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég varð fúl i fílu minni var svo gengið yfir götuna og þar gátum við fengið bíl svaka stóran að við héldum bara 2 ferðar en þær urðu nú fleiri en það,
Brian vinur Ulla var alveg búin á þvi og fær hann miklar þakkir fyrir hjálpina og hún felst i matarboði með íslenski lambalæri.
þó að við höfum farið 2 ferðar á stórum bíl dugði það ekki til og þufti að fara með 2 kerrur og bílinn okkar var fylltur 3 :)
En allt hafðist þetta hjá okkur þó að við hefðum bara verið tvö að mestu leiti.
jæja ætla að fara að hvíla lúin bein i kvöld, þvi að morgundagurinn felst i pappira flóði ens og dönum er lagið.
knús og kram Margrét
1 ummæli:
til hamingju með flutninginn :)
Skrifa ummæli