þriðjudagur, ágúst 12, 2008

Skólinn byrjaður og nýja vinnan

jæja þá er allt að falla i fastar skorður hér hjá okkur. Krakkarnir byrjuðu i skæolanum i gær og eru þau strax komin með vini og skólinn er frábær segja þau, Dúi sagði þegar hann kom heim i gær að það hefði verið skritið i frímínutum þvi að það voru enginn læti og enginn að slást :) 

Ég byrjaði i nýju vinnunni i gær og líkar nokkuð vel......sumt finnst mér frekar heimskulega gert en það er spurning hvort að hægt verður að breyta þvi þegar ég er búin að vera lengur, er ekki sagt að það sé alltaf gott að fá nýjar hugmyndir stundum er maður búin t.d að gera sama hlutinn vitlaust og alltof erfiðan i mörg ár en svo er manni bent á bteri og auðveldari leið og þá gerir maður sér grein fyir þvi hvað maður geri hlutina vitlaust, og skilur ekkert i þvi að maður hafi ekki sjálfur fattað það :)

Við erum ekki búin að vera svo dugleg i húsinu höfum verið að reyta upp úr nokkrum kössum af og til en tölum meira um stóru hlutina i staðinn fyrir að gera þá. 

En það er ekkert annað en að fara i gang.

Sökum netleysis gat ég ekki sett inn afmæliskveðjur en þær koma hér

Jóhanna ( tengdó) til hamingju með daginn 1. águst

og Pabbi til hamingju með daginn 5. águst

knús og kram frá DK

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

takk fyrir kveðjuna.