laugardagur, janúar 31, 2009

Frjáls dagur




Á laugardögum má ég gera það sem ég vil og ef það er gott veður sem og í dag valdi ég að fara út í garð
Auðvita er ekki hægt að fara að vinna í garðinum nema að nota keðju sögina en ærðsta ráðið er búið að banna að fella fleiri tré fyrir en það er búið að tína upp sprekin.
það sem ærðsta ráði skilur ekki er að allir sprek haugarnir voru partur af plani, en nú er komin einn haugur af sprekum á framtíðar stað
Keðju sögin var nú aðeins tekin fram það þurfti að snyrta tréið sem er við pallinn
það var nú örugglega vika af brenni sem ég fékk þar, en það verður ekki notað fyrir en fyrst í sept 2010
það þarf að fá að þorna
Svo kemur mynd af nýju hurðinni

ÚLLI

föstudagur, janúar 30, 2009

Nýjar útidyr

jæja þá er búið að skipta um 2 síðustu útidyrnar alveg frábært að vera búin að fá þær i, hún er nokkuð flott þessi sem að fer út á pall bæði hægt að opna að neðan og að ofan....svaka sniðugt er samt ekki alveg að skilja tilganginn með þvi :)
Svo á morgun á að taka til i garðinum ( eftir Úlfar )það eru greinar út um allt eftir hann það er svona þegar það er gaman að leika sér með leikföngin sín.
jæja ætla að fara að sofa aldrei að vita nema við tökum myndir á morgun og setjum inn.
knús og kram frá Dk

fimmtudagur, janúar 29, 2009

Eldiviður

Fyrir ekki svo löngu fékk ég þá snildarhugmynd að taka til í úti geymsluni og breyta henni í eldiviðar skúr og það var rokið út og tekið til
En það var ekkert gaman að horfa á tóma geymslun svo ég fór að spá í að kaupa meiri eldivið
það værir alveg eins gott að kaupa núna ens
og í haust og mér fannst við eiga svo lítið eftir.
En þá kom Magga með þá snildar hugmynd
Við gætum bara flutt það sem við eigum inn í skúrinn
Það hélt ég að væri ekkert mál enda hélt ég að við ættum kannski 1 til 2 rúmmetra
Nei Nei þetta var aðeins meira við eigum cirka 5,5 rúmmetra eftir
þetta var töluvert meiri vinna en ég hélt en mér Möggu og Dúa tókst að klára þetta á einum og hálfum tíma (það er ekki nema hálfur rúmmetir eftir)
Góður fréttirnar eru þær að ég á mikið meira af brenni eftir en ég hélt

ÚLLI

sunnudagur, janúar 25, 2009

bósi frændi


Mikil umferð er hér á síðunni okkar og virðist vera að hann frændi minn Bósi ljósár(reikna með að hann sé frændi minn þar sem hann segist hafa verið i skóla á Hornafirði) þurfi mikið að tjá sig en ætlun hans er að gera grín af stafsetningu Úlfars.

já eg segi nú ekki margt frændi minn Bósi vitið er greinilega ekki meira en guð gaf.

kv Margrét

föstudagur, janúar 23, 2009

Langar að blogga


Mig langar til að tjá mig um eitt mál
En ég sæti meiri ritskoðun heldur en andófsmaður í Kína
En koma dagar og koma ráð og eins og Íslenska þjóðin mun ég einn dag rísa upp og tjá mig

Svo þá eru aðra fréttir
Það lóðarí hjá tíkunum og það eru margar tíkur hér upp í Hvorslev
það eru þrjár tíkur í þessari götu og tvær í næstu
þannig að Kátur er að farast og er aftur byrjaður að reyna að nauðga kettinum
Henni fannst athyglin ekki slæm til að byrja með, en fékk svo leið á þessu og er búin að vera meira og minna út í dag og kemur örugglega seint heim.

Alla vikuna er búið að vera vor í lofti og ég er búin að sjá tvö motorhjól á götunum og var að spá í að hringja og setja hjólið á tryggingu en svo byrjaði að snjóa þegar ég var á leiðin heim á fimmtudag
Ekki festist hann en nú er komið frost og leiðinda veður og það er ekkert vor í lofti


Annars er bara allt gott að frétta frá ríki Margretar


ÚLLI

þriðjudagur, janúar 20, 2009

Sigur

Ég kom,Ég sá og ég sigraði
Afhví að Guð og sannleikurin er með mér




ÚLFAR

sunnudagur, janúar 18, 2009

Hitt og þetta


Hér er allt ágætt að frétta ekkert virðist ætla að vera minna að gera á þessu ári en síðasta. Helgin búin að vera frekar strempin byrjaði með 2 aukavöktum og ákvað fjölskyldan að vera góð við mig og leyfa mér sofa i gær og var ég vakin kl 3 en í góðmennsku sinni gelymdu þau að eg var ekki að fara að vinna næstu nótt og ekki bætti það úr skák kaffidrykkja hjá nágrönnunum i gær að ég ætti auðvelt með að sofna.....síðast þegar ég leit á klukkununa i nótt var hún rúmlega 3....
i dag er svo búið að vera nóg að gera var að pakka inn gjafavöru fyrir annann nágranna konan hans veiktist alvarlega og liggur á sjúkrahúsi og ekki vantar það hér að það eru allir boðnir og búnir til að hjálpa til, það er ksoturinn við að búa i litlu samfélagi allir tilbúnir að hjálpa.
Síðann renndum við niður í Árosa i afmæli hjá Brynju og borðuðum fullt að góðum græsingum þar.
Svo egar heim var komin tók þetta vanalega við heimalærdómur og annað daglegt brauð.
jæja ætla að fara að horfa á tv og slappa af með kertaljós.
knús og kram Margret

þriðjudagur, janúar 13, 2009

Ástæða lokunar

Ja nú hitt vel á vondan
Ég er búin að vera að nota netið til að gagrýna pesónu á netinu (notaði tölvupóst)
Haldið ekki að Nýja fölskildan persónunar hafi bara ekki bara komið á síðuna til að seigja sitt álitt á börnum mínum og hvað það séu miklir ömingjar sem kunna ekki að skrifa.
Svona er þetta ég get komið með góð rök fyrir því sem ég sagði en aldrei hefur þessi fjölskilda komið með rök afhverju þeim fynst börnin mín svona eða afhverju fólk er ömingjar fyrir að geta ekki skrifað upp á 10
En hvað um það nú erum við búin að opna aftur og vil ég bara byðja þetta fólk um að tala bent við mig verið ekki ræfar og ráðist á það sem magga á líka
þið vitið e mail min síma og heimilisfangið komið þið bara ég er ekki hræddur mér langar að seija sem flestum sögunar af ykkur
því fleiri sem heyra hví betra

og ég ætla ekki að bæta stafsetniguna


ÚLLI

föstudagur, janúar 09, 2009

Nyjasta gæludyrid


Páfuglin kom i morgun

miðvikudagur, janúar 07, 2009

Gæludýr

Eg veit ekki hvort þið vitið það en við erum með sjö gæludýr
Ein hund ein kött eina kanínu tvo naggrísi og tvær skjaldbökur
Ég er að spá í að opna dýrgarð

laugardagur, janúar 03, 2009

Anno 2008 og meira

Er þá ekki kominn tími til að gera upp gamla árið
þó að það hafi gengið á ýmsu á þessu heimili árið 2008 þá vil ég meina að síðasta ár hafi verið með þeim betri.
Við komust í framtíðar húsnæði ég fekk motorhjól og við vorum bara happy og það er engin rottu gangur í kjallaranum lengur og ég veit hverjum ég get treyst og hverjum ekki
Ég er að vona að þetta ár verði jafn gott og 2008

annað
Í gær þurfti ég að vakna snemma (kl 9) því ég og ÍB fórum að sækja brenni fórum og náðum í tvær kerrur sem við skiftum i tvennt fínt brenni
Svo ég á ca 1 og hálfan rúmmetra meira núna en í gær
Ég er búinn að höggva næstum helmingin af því og það er þurft svo það er hægt að nota það strax

Já eitt en við magga lögðum okkur að það kostaði smá slagsmál og ég vann næstum alla
(möggu,Dúa,Jóu og kát) nema að Magga kýldi mig það fast að ég lá óvígur á eftir

Ja eitt en (mikið að frétta núna) Magga er byrjuð aftur að elda helsu fæði og ætla ég að vona að hún hætti því ekki því að það er svakalega gott og ef maðut drekkur ein eða tvo bjóra með þarf ég ekki að hafa áhyggur af línum


ÚLLi

fimmtudagur, janúar 01, 2009

Gleðilegt nýtt ár


Þá er komið árið 2009 ótrúlegt hvað tíminn líður. Árið byrjar ekki vel en við gamla settið erum veik svo að við höfðum mjög hægt um okkur i gærkvöldi og vorum að vona að við yrðum betri i dag en það var ekki svo erum enn að drepast og með afköst á við 100 ára manneskju, en er ekki sagt að fall sé faraheill. Krakkarnir eru ekki byrjaðir enn en það verður örugglega ekki langt þangað til að það verður.
áramóta heit gerði ég ekki. hef ekki staðið við öll hin þannig að ég ákvað að sleppa þessu rugli bara þetta árið.
En eitt verð ég að segja ég hef nú ekki horft á islenskt sjónvarp eða útsendingar lengi en i gær horfði ég á eitthvað viðtal á netinu og mikið svakalega finnst mér íslenskan orðin ljótt mál.... hvað er orðið af okkar fallega máli????? var það selt i kreppunni eða hvað?
jæja ætla að fara að hvila mig