þriðjudagur, febrúar 17, 2009

Skítakuldi


Hér er bara hörkufröst og þar að leiðandi skítakuldi.....brenniofninn gengur satnlaust og maður heyrir apparratið út i skúr briðja trépillurnar eins og manneskja i þvilikri sykurþörf sem ræðst á molapoka :) ekki lagast það þegar maður hugsar um hvað tonnið kostar og ekki bætti það svo úr skák að lesa i blöðunum í þessum skítakulda að ´trépillur ættu að hækka um 10 til 15% á þessu ári. Ætli það sé ekki best að fara að kaupa ser íslenskan lopa og brjóna á heimilisfólkið ullarnáttföt og sokka, það ætti nú að vera frekar billegt miðað við hvernig gengið er, en miðað við prjónaafköst húsmóðurinnar á heimilinu undanfarin ár mun prjónaskapurinn aldrei klárast og verðið á trépillum örugglega lækkað aftur þannig að þarna verðu enginn sparnaður þegar upp er staðið:(
En annars er bara allt við það sama hér allir i góðum gír sérstaklega kötturinn þvi hún er að breima og er að gera alla vitlausa á breiminu hundurinn skilur ekkert i þessum óhljóðum og er alveg að verða vitlaus á öllum köttunum sem hanga út i garði og bíða færis já það er bara fjör hér i sveitinni :)
Við erum alltaf að dunda okkur eitthvað i húsinu i gær var ég að setja upp glasvef i forstofunni og er það i fyrsta skipti sem ég hef gert það það kom bara vel út, eins gott þvi að við eigum eftir að setja upp slatta af þessu á veggina upp i herberginu og holinu ég hélt að þetta væri milu erfiðara en það er eins og með margt sem að maður heldur að sé svo erfitt en svo er það ekkert mál þegar á hólminn er komið.
I mars er ég að fara á kursus i vinnunni þvi að við erum að fá nýtt ´skýrslu forrit og á ég að verða sú sem lærir á það og á svo að kenna hinum næturvöktunum á það. eins gott að taka vel eftir :)
jæja ætla ekki að hafa þetta lengra bið að heilsa i bili
knús og kram frá DK

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ hæ hér á landinu bláa er 7 stiga hiti rok og rigning, vonandi verður farið að hlýna þegar ég kem í apríl, falleg mynd er þetta húsið ykkar?

kveðja Jóhanna Elín

Nafnlaus sagði...

nei þetta er ekki húsið okkar fann þetta á netinu
kv margrét

Bílddal sagði...

Jóa getur prjónað
1 Mars er komið vor og fer að hlína

Nafnlaus sagði...

Halló,
Já hér er nú bara vorveður, 8°C um kl. 8 í morgunn. En veturinn er nú ekki búinn og hvað þá páskarnir, við eigum nú örugglega eftir að finna fyrir honum kuldabola aftur. Hvað er glasvefur?? Eitthvað sem maður setur á veggi eða?? Hef nú bara ekki heyrt um þetta áður. En allt fínt að frétta úr sveitinni.
Bestu kveðjur
Þórey

Nafnlaus sagði...

það er rétt hjá þér að glasvefur er til að setja á veggi, minnir mig á flisilin eða plisilin eða hvað það heitir nema að þetta stingur mann i fingurnar sennilega er eitthverskonar glerull i þessu
kv margret

Nafnlaus sagði...

hvað eru þá komnir kettlingar eftir 8 vikur, komum og kíkjum á þá ;)
kk