
Við erum sko aldeilis búin að vera dugleg i dag og erum ekki hætt. Dagurinn byrjaði aá þvi að leggja glasvæf á tilvonandi Dúa herbergi og gekk það ekkert smá vel....hann Úlfar er svo liðugur hoppar fram og aftur um sperrurnar já það er ekki auðvelt að setja þetta allaleið þarna upp mundi ca á að lofthæðin væri um 3,5 metrar og mikið undir súð, við ákváðum að það væri auðveldara að koma herberginu i stand áður en Jóhanna kemur frekar en að rusla öllu út úr fataherberginu, þannig að bráðum verðum við komin með 2 aukaherbergi þannig að það er um að gera að fara að bóka sig..:) hér er gisting fri eða gratis eins og danir segja :)
Nokkur pylsu horn voru líka bökuð í dag átti að baka fleiri en sumir voru búnir að éta helminginn af pylsunum það var átvaglið mikla hann Dúi svo að hluta af deginu var bara breytt i pizzu, krakkarnir voru orðin svo leið á rugbrauði i skólann að við urðum að finna upp nýjungum.
Síðan erum við búin að vera að vinna æi heimasíðunni og LOKSINS eru komnar inn myndir frá jólum og eitthvað smá frá febrúar.
jæja ætla ekki að hafa þetta lengra bið að heilsa knús og kram frá DK
1 ummæli:
Þið eruð aldeilis dugleg.
Amma Jóhanna
Skrifa ummæli