fimmtudagur, apríl 09, 2009

Mikið að frétta




Mamma kom hingað á mánudag og kom með kuldann með sér frá Íslandi en nú er komið Danskt veður aftur
þar sem við Magga vorum að vinna á þriðjudag var ekki farið mikið bara í föndurbúð í Hammel og svo á miðvikudaginn var farið í musteri Manmúðs(Bilka) en við Dúi græddum á því. það komu tveir nýir símar í hús og ýmislegt annað.
Svo í dag var stóri ferðadagurinn við fórum að hitta Leif og fjöskyldu upp í Hanstholm og fengum mjög góðar móttökur þar og það sem mér finnst merkilegast er að þar fékk ég það besta te sem ég hef á ævinni smakkað það er frá Sir Lanka. Merkilegt Hantshólm er ens og Íslenskt þorp við sjóinn svona ens og þorlákshöfn eða Grindavík og svipaður andi þar.
Eitt er í Hansthólm sem slær öllu öðru út sem ég hef séð
1941 byggðu þjóverjar virki upp í Hansthólm voru þar 4 38cm byssur(þær sömu og voru á Bismark)og svo voru nokkra 15mm og 10,5 mm plús ein 122mm Rússnesk byssa, og svo minni byssur, og eru ein 38 eftir og ein 15 nokkrar litlar, svo voru næstum allar handbyssur sem þjóðverjar notuð í stríðinu og nokkar Rússnenskar plús þýskir einkennisbúningar
Djöfull var gaman að sjá þetta enda er ég búin að vera að bíða eftir að fara þarna upp eftir í 4 ár
það eina sem mér fannst vanta var að það voru engir skriðdrekar mig langaði svo til að sjá svoleiðis, hef aldrei séð svoleiðis og var ég eitthvað að tala um að finna svoleiðis safn
En svo þegar við erum næstum komin heim áttum 20 eða 30 km eftir sé ég ekki einn Grant ein Serman og Leopold við enhverja krá, það var snúið við á púnktinum og farið að skoða það var hægt að fara inn í Amerísku enda voru þeir í lélegu standi og fannst mér það mikil upplifun
Og stálið í þessu Grant,hann er það sem er kallaður léttur skriðdreki með litla brynvörn en ég var hrifin ,þetta var sko enginn Pepsí dós
En nú er þetta að vera gott ég er víst að fara að vinna á morgun en á laugadag ætla ég að setja inn myndir vona það ,það á víst að fara í HM
Myndin er af Jóu í Grantinum
ÚLLI

Engin ummæli: