
:)
það fengu allir þokkalega að kenna á stríðni minni i dag naut ég mín vel þar sem er 1 april....byrjaði á þvi að vekja krakkana og segja að það væru komnir kettlingar þau rusluðust fram úr rúmunum og Úlfar líka og hafa aldrei verið svona fljót að vakna...en voru frekar fúl við mig þegar ég sagði að þetta væru aprilgabb.
mér tókst líka að plata Úlfar alveg svakalega i gærkvöldi þegar hann var i vinnuni færði ég mótorhjólið hans yfir i bílskúr nágrananna og fékk ég svo hann til að fara út i bílskúr i morgun til að ná i garðhúsgögnin....:) hann fölnaði alveg upp þegar hann sá að hjólið var horfið og sagði það er búið að stela hjólinu,ég var búin að ákveða að segja ekkert fyrr en hann væri að fara að hringja i lögguna en ég gat ekki haldið andlitinu þvi að hann var svo miður sín þessi elska...þannig að ég sagði honum að hjólið væri hjá nágrannanum,ég var ekkert voðalega vinsæl i dag en hann jafnaði sig fljótt :) :)
í dag er búið að vera alveg frábært veður Úlfar og Dúi eru búnir að vera berir að ofan að vinna i garðinum og síðan grilluðum við i 1 skipti á þessu ári...:)
Jæja ætla að fara að taka til i eldhúsinu
knús fra Dk
3 ummæli:
þú ert nú alveg frábær hehe. Klikkaði alveg hjá mér að plata fjölskylduna.
Ég slapp alveg við gabbið held í fyrsta skipti. En þetta virkaði greinilega hjá þér ;)
ætlaði að skrifa m-amma áðan;)
Skrifa ummæli