Dagurinn i dag er búinn að vera alveg frábær þó að við séum frekar þreytt, enda ekki vön svona löguðu. Hér voru allir komnir út úr húsi með nesti og fótbolta dót og veiðistangir kl hálf 9 í morgun.
Dúi og hans lið spiluðu 4 leiki og unnu alla leikina og náði Dúi kallinn að skora eitt mark og stækkaði hann um marga centimetra eftir það, svakalega stoltur með gullið sitt :)
Síðan var farið að veiða og að vísu veiddum við ekki neitt það voru frekar miklir byrjunarörðuleikar...........ætla ekki að fara út i það nánar en þetta gengur vonandi betur næst við fórum i eitthverskonar vatn rétt fyrir utan Ulstrup þar sem er búið að sleppa fullt af urriða ekki vantaði að þeir stukku út um allt vatn Jóu til miklar óánægu að þeir skyldu ekki bíta á i stðinn fyrir þessi hopp. Jóa var mjög dugleg að kasta kastaði 3sinnum upp i tré og varð hún frekar fúl þegar við sögðum henni að hun ætti nú frekar að reyna að veiða fisk en tré :)
Dúi var frekar óheppinn stönginn hans var að stríða honum eða frekar sagt hjólið það flækti alltaf og alveg sama hvað við reyndum að gera þá g´taum við ekki lagað það...þannig að hann varð frekar fúll yfir þessu (helv...drasli að hans mati)
Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra
kn´su frá Dk
1 ummæli:
Sýnist þetta vera góður pollur,kanski þarf að nota gerfibeitu eða gular baunir,svo er hækt að nota flugu og flot með langan taum og draga fremur hækt,reindu einhvað af þessu,Góða skemtun, Kv Ársæll
Skrifa ummæli