
Nú er nú frekar langt síðan við höfum bloggað:) veit nú ekki á hverju ég á að byrja að segja frá...........Jú Krakkarnir eru að fara til Íslands þau fara 15 júni og koma til baka 15 júli .......ég hugsa að það verði nú frekar skrítið og tómlegt að hafa þau ekki i HEILAN mánuð Jóhanna ætlar svo að koma með þau aftur til baka og stoppa hjá okkur i eitthvern tíma. Hér er búin að vera rosalega gott veður og við erum búin að vera dugleg að liggja í sólbaði og grilla og framveigis:) En í gær byrjaði að rigna og kólnaði alveg skelfilega og það er ekki góð spá út vikuna.
Kanínurnar sluppu út eina nóttina og fluttu að heima sem sagt hér var mikil sorg og mikið grátið og við fórum að leita og þær fundust ekki :( við reyndum mikið að leiða krökkunum það fyrir sjónir að nú væru þær bara hamingju samar út i skógi með öðrum kanínum en þau voru alveg miður sín........... en eftir um viku var bankað hér lafmóður kall með eina kaninu og spurði hvort að við ættum ekki hana ...... mikið skelfilega langaði mig að segja Nei ég kannast ekkert við þessa kaninu en ég kunni ekki við það. Í fyrstu héldum við að þetta væri Serifina kaninan hennar Jóu þvi að hun var svo feit......en við uppgvötuðum það fljótlega að þetta var Rósa Dúa kanina þvi að hún er svo skelfilega leiðinleg bítur og klórar...... en svona er það.
jæja ætla ekki að hafa þetta lengra núna ætla nu að reyna að vera duglegri að blogga knús og kossar frá okkur

1 ummæli:
hæ hæ
Það var mikið, ég segi bara eins og maður sagði oft í gamla daga "mikið var að belja bar í buxunar hjá Ingimar''
Ætli það verði svo rignig þegar ég kem til DK eins og alltaf
Skrifa ummæli