þriðjudagur, desember 30, 2008

Löggan í Ulstrup

þegar við fluttum hingað út í sveit var okkur sagt að það væri lögga í Ulstrup en þar sem við höðum aldrei séð hana héldum við að þetta værir bara kjaftasaga en svo í gær þurfti ég að fara niðureftir og viti menn er ekki löggan á rúntinum
Enda mikið af strákum og stelpum að sprengja flugelda og sjoppu karlinn að selja flugeldan ólöglega
Nú er bara að vona að löggin mann verði lagstur í híðið sitt fyrir 1 mars þegar elskan mín verður lögleg (þó að hraðinn verði það kanski ekki)

Annars þurfum við að fá meira fólk í mat eða heimsókn frystikistan er orðin full og mér líður svo ílla þegar ég get ekki versla kjöt á góðu verði.






ÚLLI

miðvikudagur, desember 24, 2008

Gleðileg Jól



Þar sem enginn jólakort voru send frá þessu heimil viljum við óska öllum gleðilegra jóla

Jólakveðja frá DK

þriðjudagur, desember 23, 2008

plat skata


þá erum við búin að borða skötuna sem að við keyptum og urðum við fyrir miklum vonbrigðum. Hun var gjörsamlega braglaus þurfti að salta hana og fyrir utan það þá var þetta það örþunnt og ekki neitt nema brjósk.....helv... bara :(
Við höfum áður keypt fisk hjá þessum kalli, og átti það að vera ýsuflök en var svo ekkert nema eitthvað rusl, sem að ég vil meina að hafi bara verið blokkarfiskur.
En þá vitum við það, ekki versla meira við hann.
Hann er reyndar lika að selja lambakjöt ekki þori ég að kaupa það gæti bara verið eitthvað sjálfdautt sem að hann fær fyrir litið og selur svo islendingum i fisk og lambakjöts löngun á upp sprengdu verði.
Þannig að það er ekki hægt að segja að við séum södd og sæl hér á þorláksmessu.

sunnudagur, desember 21, 2008

Nú er sorg á Vinkelvej


Marsvínið hann Max sem Dúi átti er dáið, og hér er mikið búið að gráta. Við erum búin að jarða hann undir einu af trjánum okkar hann er með kross og lukkutröll og ljós i von að honum líði vel þar sem hann er.

laugardagur, desember 20, 2008

það er að koma stríð


Við fórum inn í Aarhus í dag og ég held að það sé að koma stríð eða nátturu hörmungar allir voru að versla og kaupa
Ástandið var verst í BILKA þar var fólkið klikkað karlanir gengu um með brjálæðis blik í augum og kerlingarnar voru að tapa sér ,margar með tvo vagna og það varð að kaupa matinn og skítt með það þó börnin grenjuðu og öskruðu og ef maður var fyrir þeim og ég tala nú ekki um ef maður stóð við eitthvað sem var á tilboði var ekkert verið að byðja mann um að færa sig, það var bara keyrt á mann
Flestir sem voru í Bilka í dag eiga heima á hæli
Nú er eitt ár í að ég þurfi að fara aftur í Bilka og ég vil fá gleði pillur áður en ég fer næst eða nytt flatt sjónvarp



ÚLLI

miðvikudagur, desember 17, 2008

Líður að Jólum


Héðan er allt gott að frétta, Síðasta vaktin i nóttog þarf svo ekki að mæta aftur fyrr en að kvöldi aðfangadags og vinn þá i 5 daga og svo 9 daga frí....gæti hafa verið verra :)
Krökkunum hlakkar mikið til jólanna og eykst spennan eftir þvi hvað pökkum fjölgar, og bíða þau eftir jólafríi en það er ekki frí hér i skólum fyrr en 23 des , persónulega finst mér frekar bjánalegt að þau skulu þurfa að mæta i skólann á mánudag en svona er það:(
I dag kom pakkinn frá Ásu og var ég sofandi en á tilkynningunni stóð sendandi Áslaug ISLANDSDÓTTIR.........;) þá veistu það Ása
En nóg i bili ætla að fara að glápa á tv
bið að heilsa
knús og kram frá Dk

þriðjudagur, desember 16, 2008

Picasa

Ég var að prófa svoldið nýtt í OPERU vafarnum og þá fann ég alla þá þjónustu sem Google bíður upp á og þar á meðal þetta
hvað þau voru lítil

ÚLLI

Jamm þetta er víst bara ætlað fyrir mig ekki ykkur SORRY

mánudagur, desember 15, 2008

Jóla siðir


Við magga höldum fast í okkar jólasiði
þegar makintosið kemur fyrst í búðir kaupum við tvær eða þrjár(350gr) litlar og svo tvær stórar(2,5 kíló)
En þessar litlu og ein stór eru borðaðar yfir sjónvarpinu og það eru bara við tvö sem fáum og svo þegar jólin koma erum við komin með ógeð á makitonsi
Nú erum við búin með tvær litlar og stóra er hálfnuð
Svona eiga jólin að vera


p.s nú verður magga ekki glöð yfir að eg hafi sagt frá þessu

sunnudagur, desember 14, 2008

Jólasveininn



Já það er ekki auðvelt starf að vera Jólasveinn nú til dags og mikil hætta á að það komist upp um mann, þar sem börnin fara seint að sofa og eldsnemma á fætur....hér á bæ er jólasveininn búinn að missa starf sitt,var tekinn glóðvolgur i morgun af jóu og var hún mjög sár og þau systkinin eru að hugsa um að kæra jólasveininn fyrir að vera búin að ljúga að þeim i 10 ár. Dúi sagði hvernig getið þið logið svona lengi að börnunum ykkar :(
Mikið rétt maður á ekki að ljúga...
Ekki það að ég efast ekki um að þau gerðu sér gren fyrir að Jólasveininn var ekki til en þau eru sárust yfir þvi að við höfum logið að þeim i svona langan tíma:)

laugardagur, desember 13, 2008

Þau eru lík...........


í dag var ákveðið að fara að kaupa Jólaföt og var keyrt upp i Randers, ekki vorum við búin að vera lengi inn i H&M þegar Úlfar og Jóa voru orðinn eins og þrumuský i framan, það er sko algjör óþarfi í þeirra augum að vera eitthvað að spá og spekulera bara taka fötin borga og svo heim, en þar erum við Dúi ekki sammála okkur finst gaman að versla og spá og spekulera og skoða.........:) Síðan var ákveðið fara og fá okkur að borða og athuga hvort að skapið mundi lagast i þeim tveim en það gerðist ekki. Nú erum við sem sagt komin heim og þau eru að jafna sig eftir þennan erfiða dag:)
Jæja ætla að fara að kveikja upp i brenniofninum
knús og kram frá Dk

miðvikudagur, desember 10, 2008

heilinn á hvolfi

Hér er búið að vera brjálað að gera i tannlæknaheimsóknum eins og þið vitið þá datt Dúi og braut í sér framtönn og það var svo ílla gengið frá henni hjá tannlækninum i árósum að það þarf að taka hana alla upp....6 heimsóknir takk og ekki nóg með það gæinn þarf að fá spangir og er stefnt á að það verði gert i haust 2009.
meira er að frétta af Dúa þvi að hann er talinn vera örvhentur og er kannski komin skýring á mörgu....en það er of seint að reyna að breyta þvi í sambandi við skrift..ótrulegt að þau skulu bæði vera örvhent hjá okkur
Eitthvað hafði þetta skolast til hjá Dúa og var hann að útskýra heilann hjá örvhentum og sagði við Jóu að heilinn snéri sko á hvolfi...:) hún varð alveg skelfingulostinn yfir þessum fréttum, en róaðist þegar þetta var léðrétt og útskýrt nánar.
En annars eru allir komnir i jólaskap hér
knús og kram frá DK

mánudagur, desember 01, 2008

þvottavél

þetta er alveg ótrúlegt haldið þið ekki að þvottavelinn hafi gefið upp öndina...ekki gat hún beðið þangað til eftir jól :( ekki það að þessi elska er búin að standa sig vel 4 ár er bara nokkuð góður tími miðað við hvað er mikill þvottur hér...ég er líka viss um að hún þoldi ekki að detta niður stigann þegar við flutttum hérna inn :)
en dugði samt i 5 mán eftir fall það er nú bara ágætt er það ekki?

Annars allt gott héðan, gat þvi miður ekki tekið myndir i gær i kirkjunni en það er aftur messa á sunnudag þar sem Jóa verður aftur i Santa Lúcia vonandi gengur það betur þá :)
knús og kram frá Dk