Hér er búið að vera brjálað að gera i tannlæknaheimsóknum eins og þið vitið þá datt Dúi og braut í sér framtönn og það var svo ílla gengið frá henni hjá tannlækninum i árósum að það þarf að taka hana alla upp....6 heimsóknir takk og ekki nóg með það gæinn þarf að fá spangir og er stefnt á að það verði gert i haust 2009.
meira er að frétta af Dúa þvi að hann er talinn vera örvhentur og er kannski komin skýring á mörgu....en það er of seint að reyna að breyta þvi í sambandi við skrift..ótrulegt að þau skulu bæði vera örvhent hjá okkur
Eitthvað hafði þetta skolast til hjá Dúa og var hann að útskýra heilann hjá örvhentum og sagði við Jóu að heilinn snéri sko á hvolfi...:) hún varð alveg skelfingulostinn yfir þessum fréttum, en róaðist þegar þetta var léðrétt og útskýrt nánar.
En annars eru allir komnir i jólaskap hér
knús og kram frá DK
Engin ummæli:
Skrifa ummæli