sunnudagur, janúar 25, 2009

bósi frændi


Mikil umferð er hér á síðunni okkar og virðist vera að hann frændi minn Bósi ljósár(reikna með að hann sé frændi minn þar sem hann segist hafa verið i skóla á Hornafirði) þurfi mikið að tjá sig en ætlun hans er að gera grín af stafsetningu Úlfars.

já eg segi nú ekki margt frændi minn Bósi vitið er greinilega ekki meira en guð gaf.

kv Margrét

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

svakaleg gunga er þetta að geta ekki komið fram undir nafni - kann þessi aðili ekki að skrifa sitt nafn rétt? það eru bara aumingjar með hor sem gera grín af annarra manna stafsetningu og þeir sem búa í glerhúsum ættu ekki að kasta steinum!

kv, Ása (sem skrifar oft vitlaust og er stolt af því, það sýnir að ég sé mannleg)

Nafnlaus sagði...

Hæ Úlvar ég myndi eyða þessum nafnlausu skrifum út strax, svona aular ættu ekki að fá að skrifa nafnlusan níð á síður annara.það er voða gott að þykjast vera í Amríku svona gaurar yrðu settir í fangelsi ef næðist í þá.
Haltu áframm þínum skrifum annars fáum við engar fréttir að ykkur og hvað þá myndir.
Kveðja Ársæll

Nafnlaus sagði...

Það er greinilega misjafn sauðurinn sem kemur frá Hornafirði, en má ég minna á að Nóbel skáldið okkar Halldór Laxnes skrifaði nú ekki rétta íslensku að margra mati, en varð samt Nóbelsverðlauna hafi, margir af okkar bestu ritföfundum skrifa ekki rétt, en þeir hafa góða prófaralesara,þar á meðal er einn bróðir minn sen hefur það að atvinnu að lesa yfir próarkir okkar færust ritföfunda, og hann er með háskólapróf í íslensku, en ég er með gagnfræða próf og skrifa of vitlaus og það er bara í góðu lagi, geri bara betra næst.

kveðja Jóhanna Elín

Nafnlaus sagði...

Svona svona
Við skulum ekki vera vond við Bósa
Ég þekki nú aðeins til Bósa og ég veit að pillur og bakkus eru með í för og það eru erfiðir ferðafélagar
Svo við skulum fyrirgefa honum og byðja fyrir honum.
Kv Úlfar