miðvikudagur, apríl 15, 2009

Lífið komið í samt lag

Jæja nú er mamma farin heim og páskarnir búnir
þó að við hefðum bæði viljað hafa mömmu og páskana lengur verðum við víst að takast á við þetta
Ég er allveg til í að borða svona mikið Íslenskt nammi og lamba kjöt um hverja helgi.
Svo var það snildinn með vinnuna um páskana
þá daga sem ég var heima fékk ég borgað en þá sem ég vann fékk ég borgað í yfirvinnu svona væri ég til í að hafa þetta alla daga
Eitt en það er einn galli við að búa upp í Danskri sveit og vera á mótorhjóli
Nú er verið að dreifa skít á öll tún og það er hræðileg lykt það má segja að ég sé í skíta fýlu alla 90 km en sem betur fer er ekki fýla hér upp í Hvorslev


KV ULLI

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hahaha er það skarni eða svínaskítur,
Kv,Ársæll
Ps segðu til hvenær þú vilt mömmu aftrr gleymdir að gefa henni snakk og bjór...