laugardagur, september 30, 2006

Uppfæsla

Nú í vikunni eða næstu helgi verður bloggið flutt á bilddal.com og breytist þá slóðin en það verður á fram linkur á bilddal.com með réttri slóð
Eina sem breytist er að myndirnar hverfa
þannig ef þið viljið stela myndum þá gera það strax

föstudagur, september 29, 2006

Allt að verða vitlaust

 
jæja nú er lika komið að þvi að skólarnir eru farnir að blanda sér i þetta með SFO og byggerinn, kennarar i sumum skólum eru i verkfalli en hjá okkur i frydenlundskolen hafa elstu bekkirnir verið að blokka inngöngu kennara i gær og i dag svo að kennsla fellur niður......:( ekki er vitað hvað verður á mánudag en haft er eftir þeim sem að hafa verið að blokka skólann að það verði gert líka á mánudag og er búið að biðja foreldra þessa barna um að halda þeim heima svo að kennsla geti verið með eðlilegum hætti...ja svo er bara að bíða og sjá til...þetta er nú að verða frekar efriður status hjá okkur :(
En annars er bara allt i góðu hér. ennþá höfum við mjög gott veður og heitt vonandi verður það bara til jóla...:)en er að hugsa um að drifa mig með krakkana niður i garð í hjólatúr svo að þau hryfi sig eitthvað i dag .....knús og kram frá okkur Posted by Picasa

mánudagur, september 18, 2006

byggerinn enn i verkfalli

bilddal.com
Já starfsfólk byggersins er ennþá i verkfalli og við vitum ekkert hvenær þeir koma til með að opna....:( sem betur fer eigum við góðan nágranna hana Elisabetu sem að er tilbúin að hjálpa okkur með krakkana þegar þau koma heim opna og fylgjast aðeins með hvað mikið kemur inn af vinum svo að allt fari nú ekki í hund og kött hér heima :) en svona verður þetta bara að vera.
I dag byrjaði ég i skólanum og þetta var nú frekar leiðinlegur dagur ekkert nema kynning og undirskriftir fram og til baka, ég var gjörsamlega búin þegar eg kom heim og svona verður þetta fyrstu vikuna skilst mér.
jæja ætla að fara að koma mér að sofa hef ekkert meira að skrifa um
meira seinna knús og kram Margrét

laugardagur, september 16, 2006

skó kaup

bilddal.comjæja þá er komið að þvi að Dúi er farinn að nota jafnstóra skó og ég það var nu svo sem ekki stórt númer sem hann þurfti að ná en i dag voru keyptir skór á hann númer 38 og ég er svona ýmist i 37 eða 38 já ja það er nú ýmislegt sem að maður þarf að horfast i augu við þessa dagana.......þá meina ég i sambandi við aldur :) bloggið sem er hér fyrir neðan hefur nu eitthvað mistekist ekki í fyrsta skipti en eg var að segja frá þvi að það væri síðasti dagurinn minn i vinnunni og hann var i gær, ég bakaði þessa fínu köku sem að öllum þótti rosalega góð stórt knús og kertastjaka mjög fallega fékk ég svo að skilnaðargjöf, ég á eftir að sakna þeirra þarna þetta er búin að vera frábær tími.En núna verða ég að þjóta erum að fara að hafa það kósy og horfa á lassy með krökkunum og borða nammið frá ASU...knús og kram Margrét

miðvikudagur, september 13, 2006

smá blogg

bilddal.com
Héðan er bara allt ágætt að frétta. Nema það að starfsfólk á byggernum er i verkfalli og verður það þangað til að verkalýðsfélagið stoppar það, þau eru i verkfalli vegna þess að Århus kommune hefur hugsað sér að leggja niður svona gæslu ekkert smá fúlt.....:( 10 þúsund manns mættu niður á ráðhustorgi i gær til að mótmæla vonandi hefur það eitthvað að segja.Krakkarnir eru ekki hressir með þetta og Dúi er búin að vera að gera mótmæla skilti til að setja á hjólið sitt og á þvi stendur " við gefumst aldrei upp byggerinn" já þetta er frekar fúlt ef af þessu verður, það er til önnur gæsla hér sem heitir SFO en sú gæsla er meira svona geymslupláss fyrir börn, krakkarnir hjá okkur voru þar fyrsta árið sitt og þeim hundleiddist og þótti ekkert gaman þarna og þau harðneita að fara i þangað aftur. En við verðum bara að vona það besta. En það er leiðinlegt að alltaf þegar þarf að spara að það sé alltaf byrjað fyrst á gamalmennum og börnum en ég ætla ekki að hætta mér út i það að skrifa um hvar ég mundi skera niður ef að ég fengi einhverju að ráða hér i ríki nöfnu minnar :)
En allt annað og skondið við islendingar segjum oft ef að fólk stigur ekki i vitið þá detti það ekki um blaðsíðurnar en ég heyrði skondið i gær i vinnunni þá var talað um að viðkomandi persóna væri ekki gegnum bökuð.....:) jæja ætla að hætta þessu blaðri og fara að sofa
knús og kram frá okkur

smá blogg

bilddal.com

þriðjudagur, september 05, 2006

virðist nú eitthvað hafa klikkað

bilddal.com
já bloggið sem að ég skrifaði í gær virðist nú eitthvað hafa farið forgörðum ekki furða þvi að netið var inn og út i allt gærkvöld.En þið sem vitið ekki þá eignuðust Doppa og Kátur 7 hvolpa i gærmorgun myndirnar eru hér fyrir neðan,einn virðist vera með litina hans Káts og svo er einn dökkbrúnn með eitthvað hvitt og restin er svo eins og Doppa svart og hvitt. Við verðum dugleg að setja inn myndir af þeim.
Hér gengur bara allt sinn vanagang allir hressir og kátir.
Sylvia er að fara með bekknum sinum til Finnlands eftir ca 2 vikur og hún er svaka spennt skil það nú það verður örugglega svaka gamann hjá þeim þau verða i viku :)
jæja hef ekkert meira að segja i bili
knús og kram frá okkur

mánudagur, september 04, 2006

  Posted by Picasa
  Posted by Picasa