mánudagur, september 18, 2006

byggerinn enn i verkfalli

bilddal.com
Já starfsfólk byggersins er ennþá i verkfalli og við vitum ekkert hvenær þeir koma til með að opna....:( sem betur fer eigum við góðan nágranna hana Elisabetu sem að er tilbúin að hjálpa okkur með krakkana þegar þau koma heim opna og fylgjast aðeins með hvað mikið kemur inn af vinum svo að allt fari nú ekki í hund og kött hér heima :) en svona verður þetta bara að vera.
I dag byrjaði ég i skólanum og þetta var nú frekar leiðinlegur dagur ekkert nema kynning og undirskriftir fram og til baka, ég var gjörsamlega búin þegar eg kom heim og svona verður þetta fyrstu vikuna skilst mér.
jæja ætla að fara að koma mér að sofa hef ekkert meira að skrifa um
meira seinna knús og kram Margrét

Engin ummæli: