miðvikudagur, apríl 30, 2008

óákveðin

Við erumalveg skelfilega óákveðin i húsamálum þessa dagana skoðum og skoðum likar vel við og hættum svo við.........:( nú erum við t.d i dag að fara að skoða 3 hús og vonumst við til að það sé eitthvað sem að við erum ánægð með, ráðgjafinn okkar er örugglega að verða vitlaus á okkur, við erum alltaf að panta fundi og svo afboðum við okkur :) En það er betra að vera vandlát i staðin fyrir að æða áfram, er það ekki?
Annars er allt gott að frétta héðan tengdó og Ársæll eru búin að vera hér i heimsókn og voru þau heppinn mjög heppinn með veður sól og blíða og vel heitt, að vanda komu fullar töskur af allskonar matvörum og sælgæti sem að er legið i þessa dagana..:) ekki kemur rumpurinn til með að minka þennan mánuðinn :(
Ekki meira i bili
knús og kram Margrét

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ og takk fyrir síðast,hér í Hanstholm er mikið að fínum húsum og mjög fallegt, og frekar ódýr erum að hugsa um að setjast hér að, hér búa um 300 manns og mjög rólegt, í gær keypti ég mér 2 boli fyir 100 krónur og einn á 30 krónur,er að fara að kenna Leifi að baka íslenska lagköku,ég hefði kannsi átt að vera bakari,þið eruð velkominn hingað uppeftir,Leifur getur reddað ykkur fiski,og seinna í dag förum við að skoða þýska virkið frá stíðárunum, og á morgun er það svo Köben.

bæ bæ
Mamma

Nafnlaus sagði...

Átti að vera 3000 manns, hér er Super Brus og Aldi.

bæ bæ