laugardagur, desember 13, 2008

Þau eru lík...........


í dag var ákveðið að fara að kaupa Jólaföt og var keyrt upp i Randers, ekki vorum við búin að vera lengi inn i H&M þegar Úlfar og Jóa voru orðinn eins og þrumuský i framan, það er sko algjör óþarfi í þeirra augum að vera eitthvað að spá og spekulera bara taka fötin borga og svo heim, en þar erum við Dúi ekki sammála okkur finst gaman að versla og spá og spekulera og skoða.........:) Síðan var ákveðið fara og fá okkur að borða og athuga hvort að skapið mundi lagast i þeim tveim en það gerðist ekki. Nú erum við sem sagt komin heim og þau eru að jafna sig eftir þennan erfiða dag:)
Jæja ætla að fara að kveikja upp i brenniofninum
knús og kram frá Dk

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það verður nú að kenna henni Jóhönnu Ingunni að meta HM! Úlfar er alveg lost case ;) Ég sakna HM......

Nafnlaus sagði...

Já Ása þá er komið verkefni fyrir þig.

Nafnlaus sagði...

Jóhanna Ingunn er bara eins skynsöm og faðir sinn.

Nafnlaus sagði...

Það á bara að hafa þau heima þegar þið Dúi farið í HM.Þig kaupið bara fötin á þau.Svo þau fari ekki í jólaköttinn

Nafnlaus sagði...

Það getur telið á að versla í H&M eins, og það er leiðinlegt að fara í Ikea,verð samt að fara en ætla í Byko í staðin og bíða í bílnum.