
Já það er ekki auðvelt starf að vera Jólasveinn nú til dags og mikil hætta á að það komist upp um mann, þar sem börnin fara seint að sofa og eldsnemma á fætur....hér á bæ er jólasveininn búinn að missa starf sitt,var tekinn glóðvolgur i morgun af jóu og var hún mjög sár og þau systkinin eru að hugsa um að kæra jólasveininn fyrir að vera búin að ljúga að þeim i 10 ár. Dúi sagði hvernig getið þið logið svona lengi að börnunum ykkar :(
Mikið rétt maður á ekki að ljúga...
Ekki það að ég efast ekki um að þau gerðu sér gren fyrir að Jólasveininn var ekki til en þau eru sárust yfir þvi að við höfum logið að þeim i svona langan tíma:)
3 ummæli:
ææ voðalega eiga þau leiðinlega foreldra :o(
ekkert smá
æ litlu skinninn mím
Skrifa ummæli