sunnudagur, september 14, 2008

bla bla bla...........

Það voru þreyttar mannseskjur sem að koma heim kl tíu i gærkvöldi  aftir frábæran dag i Lego landi, það var alveg svakalega mikið af fólki og biðraðirnar i sum tæki voru hrikalega langar...en Jimmy og Anetta höfðu verið svo sniðug að fá eitthverskonar hraðpassa á netinu þannig að við gátum farið fram fyrir raðirnar á mörgum stöðum heitir held ég kvik pass. Ég veit ekki hvenær myndirnar koma inn en það verður vonandi fljótlega :)  Krakkarnir tóku lego ökuskóla og út komu þau með ökuskirteini, eitthvað hefur Jóa min ekki tekið vel eftir þvi að hún keyrði afskaplega undarlega og notaði tækni sem að við höfum aldrei séð áður.......:) það var mikið brosað og hlegið.

Kötturinn okkar hún Urra er ofvirk.....og ég er ekki að grínast, hún er að gera heimilisfólkið geðveikt spurning að fá eitthvað róandi handa henni þvi að þetta er orðið svolitið mikið af hinu góða Káti líst ekkert á þetta i gærkvöldi var hún alveg að fríka út inni stofu eitthvað fór þetta i taugarnar á hundinum svo að hann stóð upp og rak hana út úr stofunni og ekki var hann annað en ný lagstur niður þá kom kötturinn aftur nú hundurinn stóð upp aftur og rak kötinn út og svona endurtók þetta sig aftur og aftur. 

Er búin að vera að þvælast um á netinu og skoða margar heimasíður hjá fólki ( geri það stundum þegar ég nenni ekki neinu öðru) og það er alveg ótrulegt hvað fólki dettur ekki i hug að blogga um. bæði viðkvæm og óviðkvæm efni.  Ég er greinilega ekki svo hugmyndarík að mér detti eitthvað svona i hug, svo þið verðið að þola þetta innihaldslausa blogg mitt, nú ef ekki þá skulið þið bara ekki vera að lesa það.

kveðja Margrét

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ gaman að fá pistil frá þér, ég er nú sammála þér með það hvað maður les á heimasíðum, margt af því ætti ekki að auglýsa út um allan heim. En sumir hafa sennilega meiri athyglisþörf en aðrir. Ég hlakka til að sjá myndirnar frá Lego-landi. Knus knus m-amma

Nafnlaus sagði...

aumingja kátur - hann þarf eflaust bráðum að fá róandi ;)

Nafnlaus sagði...

Þarna er vel að orði komist móðir góð.

Nafnlaus sagði...

Blöggið ykkar er bara mjög gott, allavega finnst mér það,hlakka til að sjá myndirnar frá lEGOLANDI.Kátur er alltaf góður

Nafnlaus sagði...

Kannski ættum vid ad borda kattar kvikindi eg er ekki en bùin ad fyrirgefa henni er hùn slökkti à sjònvarpinu

Nafnlaus sagði...

Ulli minn ef þú ætlar að elda köttinn þá sérð þú um það sjálfur eitt er víst að við krakkarnir förum út að borða verst að við getum hvergi fengið mömmu kjötkássu umm fæ vatn i munninn þegar ég hugsa um kjötkássuna hennar mömmu

Nafnlaus sagði...

Kjötkássan verður á borðum þegar þið komið næst heim ! M-amma