þriðjudagur, desember 30, 2008
Löggan í Ulstrup
Enda mikið af strákum og stelpum að sprengja flugelda og sjoppu karlinn að selja flugeldan ólöglega
Nú er bara að vona að löggin mann verði lagstur í híðið sitt fyrir 1 mars þegar elskan mín verður lögleg (þó að hraðinn verði það kanski ekki)
Annars þurfum við að fá meira fólk í mat eða heimsókn frystikistan er orðin full og mér líður svo ílla þegar ég get ekki versla kjöt á góðu verði.
ÚLLI
miðvikudagur, desember 24, 2008
Gleðileg Jól
þriðjudagur, desember 23, 2008
plat skata

þá erum við búin að borða skötuna sem að við keyptum og urðum við fyrir miklum vonbrigðum. Hun var gjörsamlega braglaus þurfti að salta hana og fyrir utan það þá var þetta það örþunnt og ekki neitt nema brjósk.....helv... bara :(
Við höfum áður keypt fisk hjá þessum kalli, og átti það að vera ýsuflök en var svo ekkert nema eitthvað rusl, sem að ég vil meina að hafi bara verið blokkarfiskur.
En þá vitum við það, ekki versla meira við hann.
Hann er reyndar lika að selja lambakjöt ekki þori ég að kaupa það gæti bara verið eitthvað sjálfdautt sem að hann fær fyrir litið og selur svo islendingum i fisk og lambakjöts löngun á upp sprengdu verði.
Þannig að það er ekki hægt að segja að við séum södd og sæl hér á þorláksmessu.
sunnudagur, desember 21, 2008
Nú er sorg á Vinkelvej
laugardagur, desember 20, 2008
það er að koma stríð

Við fórum inn í Aarhus í dag og ég held að það sé að koma stríð eða nátturu hörmungar allir voru að versla og kaupa
Ástandið var verst í BILKA þar var fólkið klikkað karlanir gengu um með brjálæðis blik í augum og kerlingarnar voru að tapa sér ,margar með tvo vagna og það varð að kaupa matinn og skítt með það þó börnin grenjuðu og öskruðu og ef maður var fyrir þeim og ég tala nú ekki um ef maður stóð við eitthvað sem var á tilboði var ekkert verið að byðja mann um að færa sig, það var bara keyrt á mann
Flestir sem voru í Bilka í dag eiga heima á hæli
Nú er eitt ár í að ég þurfi að fara aftur í Bilka og ég vil fá gleði pillur áður en ég fer næst eða nytt flatt sjónvarp
ÚLLI
miðvikudagur, desember 17, 2008
Líður að Jólum

Héðan er allt gott að frétta, Síðasta vaktin i nóttog þarf svo ekki að mæta aftur fyrr en að kvöldi aðfangadags og vinn þá i 5 daga og svo 9 daga frí....gæti hafa verið verra :)
Krökkunum hlakkar mikið til jólanna og eykst spennan eftir þvi hvað pökkum fjölgar, og bíða þau eftir jólafríi en það er ekki frí hér i skólum fyrr en 23 des , persónulega finst mér frekar bjánalegt að þau skulu þurfa að mæta i skólann á mánudag en svona er það:(
I dag kom pakkinn frá Ásu og var ég sofandi en á tilkynningunni stóð sendandi Áslaug ISLANDSDÓTTIR.........;) þá veistu það Ása
En nóg i bili ætla að fara að glápa á tv
bið að heilsa
knús og kram frá Dk
þriðjudagur, desember 16, 2008
mánudagur, desember 15, 2008
Jóla siðir

Við magga höldum fast í okkar jólasiði
þegar makintosið kemur fyrst í búðir kaupum við tvær eða þrjár(350gr) litlar og svo tvær stórar(2,5 kíló)
En þessar litlu og ein stór eru borðaðar yfir sjónvarpinu og það eru bara við tvö sem fáum og svo þegar jólin koma erum við komin með ógeð á makitonsi
Nú erum við búin með tvær litlar og stóra er hálfnuð
Svona eiga jólin að vera
p.s nú verður magga ekki glöð yfir að eg hafi sagt frá þessu
sunnudagur, desember 14, 2008
Jólasveininn

Já það er ekki auðvelt starf að vera Jólasveinn nú til dags og mikil hætta á að það komist upp um mann, þar sem börnin fara seint að sofa og eldsnemma á fætur....hér á bæ er jólasveininn búinn að missa starf sitt,var tekinn glóðvolgur i morgun af jóu og var hún mjög sár og þau systkinin eru að hugsa um að kæra jólasveininn fyrir að vera búin að ljúga að þeim i 10 ár. Dúi sagði hvernig getið þið logið svona lengi að börnunum ykkar :(
Mikið rétt maður á ekki að ljúga...
Ekki það að ég efast ekki um að þau gerðu sér gren fyrir að Jólasveininn var ekki til en þau eru sárust yfir þvi að við höfum logið að þeim i svona langan tíma:)
laugardagur, desember 13, 2008
Þau eru lík...........

í dag var ákveðið að fara að kaupa Jólaföt og var keyrt upp i Randers, ekki vorum við búin að vera lengi inn i H&M þegar Úlfar og Jóa voru orðinn eins og þrumuský i framan, það er sko algjör óþarfi í þeirra augum að vera eitthvað að spá og spekulera bara taka fötin borga og svo heim, en þar erum við Dúi ekki sammála okkur finst gaman að versla og spá og spekulera og skoða.........:) Síðan var ákveðið fara og fá okkur að borða og athuga hvort að skapið mundi lagast i þeim tveim en það gerðist ekki. Nú erum við sem sagt komin heim og þau eru að jafna sig eftir þennan erfiða dag:)
Jæja ætla að fara að kveikja upp i brenniofninum
knús og kram frá Dk
miðvikudagur, desember 10, 2008
heilinn á hvolfi
meira er að frétta af Dúa þvi að hann er talinn vera örvhentur og er kannski komin skýring á mörgu....en það er of seint að reyna að breyta þvi í sambandi við skrift..ótrulegt að þau skulu bæði vera örvhent hjá okkur
Eitthvað hafði þetta skolast til hjá Dúa og var hann að útskýra heilann hjá örvhentum og sagði við Jóu að heilinn snéri sko á hvolfi...:) hún varð alveg skelfingulostinn yfir þessum fréttum, en róaðist þegar þetta var léðrétt og útskýrt nánar.
En annars eru allir komnir i jólaskap hér
knús og kram frá DK
mánudagur, desember 01, 2008
þvottavél
en dugði samt i 5 mán eftir fall það er nú bara ágætt er það ekki?
Annars allt gott héðan, gat þvi miður ekki tekið myndir i gær i kirkjunni en það er aftur messa á sunnudag þar sem Jóa verður aftur i Santa Lúcia vonandi gengur það betur þá :)
knús og kram frá Dk
laugardagur, nóvember 29, 2008
fimmtudagur, nóvember 27, 2008
helv.......apparat

Nú er ég búin að vera að berjast við þetta trépilluapparrat i klukkutíma og ekkert skeður...........þoli ekki þegar það slekkur á ser þá tekur það blóð svita og tár að koma þessu helv... aftur i gang og Úlfar að vinna... þannig að við verðum mjög liklega að drepast úr kulda hér i kvöld gaman gaman.
En annars allt ágætt héðan erum að fara á lítlujólin i Dúa bekk i kvöld ;)
Og nóg að gera hjá Jóu þvi að hun er að æfa santa Lúcia i kirkjunni og er messa á sunnudag ég skal reyna að muna eftir að taka myndavélina með og sjá til hvort að hún virkar, hún er nefnilega með sjálfstæðan vilja af og til.
Jæja ætla að fara að elda mat til að taka með á litlujólin hjá Dúa
knús og kram fra Dk
sunnudagur, nóvember 23, 2008
Smá svindl

Við krakkrnir erum búin að vera að hlusta á jólalög i allan dag og gat ég ekki sagt nei þegar þau báðu um að setja jólaljós út..............ekki það að við erum ekki þau fyrstu það er langt síðan nokkrir settu sériur út i garð, við settum bara tvær i bili, Úlfar verður að hjálpa okkur með rest :) gaman að vita hvað hann segir þegar hann kemur heim i kvöld :) Ekki það að ég væri alveg til að hafa húsið svona um jólin en ég er nú hrædd um að Úlfar mundi ekki höndla þegar rafmagnsreikningurinn kæmi, hann er orðinn svo danskur i sambandi við rafmang....:) Ég gleymi stundum að slökkva ljósið i þvottahúsinu og hann ætlar að kaupa hreyfiskynjara þar inn :)
En annð er eitthvað bilað commenta kerfið hjá okkur? Eða viljið þið ekki commenta hér? þið þurfið ekkert að vera hrædd við það..........:) :) :)
Hér er búin að vera skítakuldi en ekki neinn snjór kaupmannahafnar búar fengu hann víst ekki við....ekki létum við kuldan varna okkur þvi i gær að fella eitt stk tré og saga það i búta þá eru bara 20 eftir hehe...nei nei eg veit reyndar ekki hvað erum mörg eftir.
jæja ætla að fara að elda matinn bið að heilsa knús og kram frá Dk
laugardagur, nóvember 22, 2008
Island
Ísland er stjórnlaust,því enginn því stjórnar.
Ísland er fleki af dýrusu gerð.
Ísland er landið sem flokkurinn fórnar.
Ísland á reki í sjónum þú sérð.
Ísland í forsetans orðanna skrúði.
Ísland sem bankana auðmönnum gaf.
Ísland sem sonanna afrekum trúði.
Ísland er land sem á verðinum svaf.
Íslensk er þjóðin sem allt fyrir greiðir.
Íslensk er krónan sem fellur hvern dag.
Íslensk er höndin sem afvegaleiðir.
Íslensk er trúin: Það kemst allt í lag
Íslensk er bjartsýna alheimskuvissan
Um íslenskan sigur í sérhverri þraut.
Íslensk er góðærisátveisluhryssan
Sem íslenskan lepur nú kreppunnar graut.
Ísland er landið sem öllu vill gleyma
Sem Ísland á annarra hlut hefur gert.
Íslenska þjóð,þér var ætlað að geyma
Hið Íslenska nafn sem þú hefur nú svert.
Íslandi stýra nú altómir sjóðir.
Ísland nú gengur við betlandi staf.
Að Íslandi sækja nú alskonar þjóðir.
Ísland er sokkið í skuldanna haf
Hallgrímur Helgason
miðvikudagur, nóvember 19, 2008
Blogg
Nú styttist i jólin og verður maður þokkalega var við það eplaskífuát og jólamatur dagatalið að verða uppbókað..........og við sem eigum eftir að gera svo mikið :)
Nágrannar okkar komu i sjónvarpinu i fyrradag þau voru að setja á stofn helgargistingu með auka herbergi þar sem fólk getur leikið sér í ýmsum kynlífsleikum.....ha ha ekki er talað um annað þykir fólki þetta frekar hallærislegt,og í þessum lítla bæ passar þetta kannski ekki alveg inn :) ætli húsið okkar hafi ekki fallið i verði við þetta...........:):)
jæja best að fara að elda og láta krakkana læra
knús og kram
miðvikudagur, nóvember 12, 2008
fimmtudagur, nóvember 06, 2008
Nýr sími
Já ég var að fá mér enn einn síman
Sá gamli var orðin altof gamal (10 mánaða)
Eftir að við fluttum í sveitina er gott að hafa GBS og ég er með svoleiðis í nýja símanum og 3,2 pixe myndavél og auðvita er þetta Sony Ericsson sími
Myndi sem ég tók er af þessum kattar kykindi dem við eigum
Hún gat ekki sitið á sínum stað og þurti að skoða allan bílin
Já ég var líka að setja inn myndir ( ef ykkur vantar password sendið þá póst á bilddal@bilddal.com)
Úlli
þriðjudagur, nóvember 04, 2008
Klaufin ég
það var nú aðalega ég og hjólið sem skraupumst
En ekkert alfalega ég er að drepast í löppini og spegil og ein taska er ónýtt á hjólin ekkert sem er ekki hægt að laga
Frábær endir á frábæru hjóla summri ég er búin að hjól 6000 km í sumar og get ekki beiði eftir 1 mars á næsta ári þegar það verður hægt að fara að hjól aftur.
þangað til er bara að keyra um á öskutunnu á 4 hjólum
Júli í glasi #754
fimmtudagur, október 30, 2008
Hrekkjavaka
þriðjudagur, október 28, 2008
Hann á afmæli i dag
mánudagur, október 27, 2008
Myndir
Loksins Úlfar er búin að lofa að setja myndir inn á eftir ...........:)
Við erum búin að vera svakalega dugleg i dag herb...hans Dúa er að verða búið 50% þannig að við erum bjartsýn að ná að klára fyrir jól.
knús og kram Margrét
sunnudagur, október 26, 2008
Vetrartími

Nú erum við komin á vetrartíma og þá munar bara klukkutíma á okkur og íslandi, þá er aldrei að vita að maður farið að hitta fleira fólk á msn.......:) Hjá okkur i dag er rigning og rok ekta inniveður :) ekki það að rigning hefur alltaf verið mitt uppáhaldsveður og er ég aldrei en dugleg og þegar það rignir. Öll laufblöðinn að verða farin af trjánum og vetur konungur á leiðinni það er nefnilega spáð næturfrosti á fimmtudag :(
Hér er allt gott að frétta nóg að gera eins og vanalega krakkarnir alveg rosalega ánægð i skólanum og frístundum sínum og við gömlu erum alltaf að þykjast gera eitthvað i húsinu en það gengur frekar hægt.....finnum okkur frekar eitthver lítil verkefni til að takast á við en þau stóru :( en við verðum að fara að rífa okkur upp á rassgatinu og fara að gera eitthvað af viti eða hvað finnst ykkur ?
jæja best að fara að gera eitthvað af viti
Knús og kram Margrét
miðvikudagur, október 22, 2008
þetta er frábært
þetta video er af Halldóra Ársælsdóttir sigraði í fyrstu ljóðaslammskeppni Borgarbókasafns fimmtudaginn 7. febrúar 2008.
Af hverju er þetta ekki spilað meira.
föstudagur, október 17, 2008
fimmtudagur, október 16, 2008
þriðjudagur, október 14, 2008
Hvaða halv......fann upp gipsplötur
nú er ég alveg að fríka út meira en vanalega..........eg er búin að vera að setja þetta helv.............gipsspals á milli samskeyta i allan dag og það sést ekki högg á vatni.........er búin að bölva og spá i hvaða hálviti fann þetta viðbjóðslega efni upp.......þið sem þekkið mig vel vitið að ég á frekar erfitt með að fá eitthvað svona þurrt og viðbjóðslegt á hendurnar.........arg bara :( Og ekki nóg með það ég var búin að spasla slatta og það þurfti að pússa kantana niður og ég var næstum þvi dauð af ryki þarna uppi.........en það þýðir nú litið að vera að geðvonskast út af þessu þetta hefst á endanum
knús og kram Margrét
mánudagur, október 13, 2008
Haustfrí
jæja þá erum við komin i haustfri allir nema Úlfar að sjálfsögðu en við hin ætlum bara að liggja i leti og sofa út og svona annað sem að fellur til að gera.........:)
Síðasta laugardag þá vorum við i Tívoli Friheden á svona Halowin þema virkilega gaman ekki voru teknar margar myndir þvi að myndavélinn gaf upp öndina :(
Svo verður yngri prinsessan 10 ára á fimmtudag og verður haldið upp á það með öllum bekknum........gott að þau eru ekki svo mörg svo að við lifum þetta vonandi af, hún hlakkar alveg svakalega til og er alveg búin að skipuleggja þetta út i ystu æsar pizza og kaka og fult af leikjum.
Annars allt bara við það sama nóg að gera , okkur vantar margar klukkustundir i sólahringinn til að komast yfir allt sem að við ætlum að gera og þurfum að gera.
Best að fara að gera eitthvað af viti bið að heilsa knús og kram Margrét
fimmtudagur, október 09, 2008
Sótari
Við fengu sótar heim í dag til að hreinsa skostini
það er víst skilda að fá sótar einu sinni á ári og gæin mætir bara vinnur og skilur eftir reiknig
Það er víst þanig að ef það samnast mikið sót í skosteini er meiri líkur á brunna eða kolsýru eitrun og til að koma í veg fyrir sótt á að nota þurrt brenni, þá vitið þið það
Og gæin var í búnig og alles nema hann var ekki með píppuhat heldur derhúfu
En með kreppuna í Íslandi er ekki hægt að láta Davíð Oddson ganga til liðs við Talibanar og vera bankastjóri fyrir þá og þeir verða komir á hausin eftir 6 mánuð og þá verður komin friður í Afganistan
laugardagur, október 04, 2008
Veik og Jólahvað
ég er alveg hrikalega veik er með helv...........flensu, viss um að dagar minir eru að vera taldir. En þrátt fyrir veikindinn þurfti að fara upp i Randers i dag og kaupa ýmislegt inn og meðal annars þurftum við að fara i kvikly haldið þið ekki að það mæti manni bara þvilikar jólaskreytingar og jólatré og hitt og þetta jóladót.........ég átti nú ekki orð þótt ég sé mikið jólabarn þá er þetta nú allt of fljótt, þið getið rétt ímyndað ykkur hvað Úlfar sagði þegar hann sá þetta :))
En að öðru það voru keypt stigvél á mig og krakkana og hver haldið þið að hafi fengið minnstu stigvélinn ????
Úlfar er loksins búin að ná niður stóra trénu og var hann ekkert smá stoltur Dúi og Jóa áttu að vera að hjálpa til en þau fóru bara að tína kastaníuhnetur og bora göt i þær, Jóa er alveg skelfilega geðvond þessa dagana það má ekkert segja þá verður hún alveg spinnigal ég held að hún sé að byrja með unglingaveikina :((
jæja ætla að fara að kúra undir teppi og athuga hvort mér batnar.
knús og kram Margrét
föstudagur, október 03, 2008
fimmtudagur, október 02, 2008
þriðjudagur, september 30, 2008
Allt i drasli
Hér er allt i drasli bæði úti og inni þakka ég fyrir að það er ekki svona þáttur hér eins og var á íslandi þvi að annars mundu nágrannarnir örugglega melda mig þar inn. Draslið er ekki vegna almenns slóðaskapar eða sóðaskapar heldur er það sökum vinnu inn i húsinu og það eru þessar yndislegur gipsplötur og spaslvinna.....hrikalega gaman. Garðurinn er aftur á móti eins og eftir árás og Úlfar á sök á þvi þvi að hann er sko nýbúinn að fá vélsög og karmennskan alveg að fara með hann þarna út i garði hvert tréið á fætur öðru er fellt niður. Svo er hann líka að safna brenni til hörðu áranna segir hann.
Rn i gær ákvaðum við að taka aðeins til og byrja að tína eða réttarasagt moka eplunum i burtu, við vissum að þetta væri mikið en..................4 tímum seinna vorum við búin og ég vil ca á 10 svarta ruslapoka og i dag er búið að detta einn höldupoki :( spurning að senda Úlfar með velsögina :)ég held að þetta séð ekki púlsins virði að leyfa þvi standa...........og annað hvað á ég að gera með 2 tonn af eplum.........????
Krakkarnir fóru i fyrsta skipti i kvöld i Skátana og heitir flokkurinn þeirra Úlfarnir þau er svakalega ánægð og ætla sko að halda áfram, og ekki nóg með það þau sögðu skátaforingjanum það að pabbi þeirra væri gamall skáti frá Íslandi og hann kynni sko að grafa sig i fönn og að klifra ísklifur.........foringinn varð uppveðraður og sagði þeim að þau skyldu taka pabba sinn með i næsta skipti þvi að það vantaði alltaf fullorðna til að hjálpa til en hann gæti ekki lofað að það yrði hægt að grafa sig i fönn frekar laufblöð. Svo er bara að sjá hvort þeim tekst að draga hann með :)
ekki lengra i bili
knús og kram Margrét
sunnudagur, september 28, 2008
Engin er verri þó hann sé perri
það nýjast nýtt frá Hvorslev er að hann Kátur er orðin ástfangin og svo mikið að hann er að deyja
Sú heppna er hún Urra kötturin okkar
Af Káts hálfu er þetta sönn ást og vil hann altt fyrir hana gera en hún er ensog kvenna er siður leikur hard to get
Leifir honum að slekja á sér feldin og leika við sig en þegar á að fara að búa til börn sínir hún klærnar
Getið þið ýmyndað hvernig afkvæmi koma útúr þessu sambandi ekki get ég það
ÚLLI
þriðjudagur, september 23, 2008
àrsbyrgðir af brenni
fimmtudagur, september 18, 2008
Hugmynd
Ég er búin að vera með hugmynd i kollinum i langan tíma og nú ákvað ég að fara af stað og athuga hvort að hugmynd mín gæti orðið að raunveruleika og það virðist vera að svo sé :) Ég vil ekki opinbera hana strax fyrir alþjóð ekki fyrr en allt er orðið klappað og klárt :) En eitt get ég sagt ykkur þegar ég var að hringja út af þessari hugmynd þá gerði ég mig að algjöru fífli og kvaddi manneskjuna með að segja HÆ það var hrikaleg þögn i simanum og siðan kom fyirgefðu hvað sagðirðu þá gat ég nú ekki annað en farið að hlæja og baðst afsökunar og kvaddi að íslenskum hætti, ekki það að manneskjan vissi að ég var búsett i Dk. En samt sem áður þetta var frekar pínlegt eins og krakkarnir segja:)
Annars er allt gott að frétta héðan krakkarnir hressir og svakalega ánægð i skólanum sínum, á laugardaginn erum við svo að fara i vellev þar er kynning á íþróttum sem eru i boði hér i nágrenni og vonandi finnum við eitthvað vil þeirra hæfi og á þeim tíma að hægt sé að koma þvi fyrir.
ekki meira i bili
knús og kram Margrét
þriðjudagur, september 16, 2008
haust
Hér er svo sem ekki mikið að gerast allt gengur bara sinn vanagang.
kv Margrét
kLÚÐUR
Jamm ég var að komast að því að ég mundi ekki passwordin á MSN reikngunm hjá krökkunm og var þess vegna þurti ég að stofna nýja og þeir eru
DÚI gdui@live.dk
JÓA johannaIngun@live.dk
En svo er það ekkert víst að þau eigi nokkur tíman eftir að vera meira á msn nema í dag en núna er ég búin að skrifa niður passwordin svo ég ætti ekki að gleima aftur
ÚLLI
Nýjar myndir
Billederne fra legoland er kommet ind på hjemmesiden under: Myndir>legoland 2008
Ég er búin að setja inn myndinar sem við tókum í Lególandi
þær eru á mynda síðunni
ÚLLI
mánudagur, september 15, 2008
Fysta farið
sunnudagur, september 14, 2008
bla bla bla...........
Það voru þreyttar mannseskjur sem að koma heim kl tíu i gærkvöldi aftir frábæran dag i Lego landi, það var alveg svakalega mikið af fólki og biðraðirnar i sum tæki voru hrikalega langar...en Jimmy og Anetta höfðu verið svo sniðug að fá eitthverskonar hraðpassa á netinu þannig að við gátum farið fram fyrir raðirnar á mörgum stöðum heitir held ég kvik pass. Ég veit ekki hvenær myndirnar koma inn en það verður vonandi fljótlega :) Krakkarnir tóku lego ökuskóla og út komu þau með ökuskirteini, eitthvað hefur Jóa min ekki tekið vel eftir þvi að hún keyrði afskaplega undarlega og notaði tækni sem að við höfum aldrei séð áður.......:) það var mikið brosað og hlegið.
Kötturinn okkar hún Urra er ofvirk.....og ég er ekki að grínast, hún er að gera heimilisfólkið geðveikt spurning að fá eitthvað róandi handa henni þvi að þetta er orðið svolitið mikið af hinu góða Káti líst ekkert á þetta i gærkvöldi var hún alveg að fríka út inni stofu eitthvað fór þetta i taugarnar á hundinum svo að hann stóð upp og rak hana út úr stofunni og ekki var hann annað en ný lagstur niður þá kom kötturinn aftur nú hundurinn stóð upp aftur og rak kötinn út og svona endurtók þetta sig aftur og aftur.
Er búin að vera að þvælast um á netinu og skoða margar heimasíður hjá fólki ( geri það stundum þegar ég nenni ekki neinu öðru) og það er alveg ótrulegt hvað fólki dettur ekki i hug að blogga um. bæði viðkvæm og óviðkvæm efni. Ég er greinilega ekki svo hugmyndarík að mér detti eitthvað svona i hug, svo þið verðið að þola þetta innihaldslausa blogg mitt, nú ef ekki þá skulið þið bara ekki vera að lesa það.
kveðja Margrét
föstudagur, september 12, 2008
blogg
Það er langt síðan ég hef sest niður og bloggað og er eitthvað verið að tuða yfir þvi á mörgum bæum. Ástæðan fyfir þvi að ég hef ekki bloggað er sú að ég hef svo sem ekki haft um neitt sérstakt að blogga og það er líka mikið að gera i hinu daglega lífi. Svo látum okkur sjá hverju ég get fundið upp á....Á morgun erum við að fara i legoland með vinafólki okkar krakkarnir eru svakalega spennt gott að þau eru orðin stærri en síðast þegar við fórum þvi að þá slepp ég algjörlega við að fara i þessi tæki sem að gera mig veika og skíthrædda.
Við erum byrjuð á fullu aftur i húsinu og ekki veitir af.
Pakkin frá ömmu jóhönnu er komin og verður megnið borða i kvöld yfir hæfileika þættinum sem er alltaf á föstudagskvöldum.
hef ekkert meira að segja
knús og kram Margrét
fimmtudagur, september 11, 2008
mánudagur, september 08, 2008
Dúa myndir
Jæja ég var að drulast til að setja inn myndir sem dúi tók í sumar
þær eru nú misjafnar að gæðum en ég setti næstu allar inn
þær eru hér
Og svo er Sylvíja komin með nýja Blogg síðu eg ég er búin að linka á hana
laugardagur, september 06, 2008
Bjáni
Nú er ég alveg að bilast i vinnuni. haldið þið ekki að það hafi verið ráðin starfskraftur sem á að vinna með mér 4 daga af sjö og hann er algjör halviti.................bland af tveim bræðrum sem að eru ættaðir úr sömu sveit, og ég þeir sem að þekkja til vita alveg um hvað ég er að tala.......arrrg.
Siðan er hann búin að gera ýmilsegt sem að er stranlega bannað. og ekkert er gert i málinu biða og sjá til er mer sagt þvi að hann er búin að lofa að þetta komi ekki fyrir aftur bla bla bla.............
Hendi honum örugglega út úr bílnum eina nóttina i geðvonsku og vitið þið hvað hann er svo heimskur að hann mundi ekki fatta af hverju ég henti honum út..........garg
Knús pirruð sosuhjælper
miðvikudagur, september 03, 2008
Góður Kátur
Í morgun varð altt vitlaust út í garði kettir nágrana konnar réðust á Urru og þeir eru tveir stóri og ljótir og þeir halda líklega að þetta sé þeira yfir ráða svæði og ætluð senilega að reka Urru burt
En Kátur þessi hetja stökk útí garð alfeg snældu vitlaus og ég er ekki viss hvort að hann var að passa kötin eða kannski má hann bara vera sá ein sem má vera vondur við hana
Eftir að hann var búin að vera úti í 5 sek var annar komin upp í epla tré og hinn upp í kastaníu tréið og Kátur hjóp á mill geltandi og urrandi ég held að það verði lánt þangað til að aðrir kéttir komi í garðin okkar
Og það er bara gott mál
K,V ÚLLI
laugardagur, ágúst 30, 2008
Í vikulok
Jæja þetta er búin að vera fín vika
þó það hafi ekki verið mikið gert nema að vinna, sofa eða borða
En í dag voru allir í frí en þá kom Kasten vinnur okkar og múraði upp í dyra karmin og var það erfitt af því að efnið sem hann notaði þurti alltaf að þorna á milli svo við vorum alttf í kaffi og smókk ég held að ég hafi aldrei rekyt jafn mikið edrú og magga var svoldi fúll af því að við vorum allan dagin að þessu sem betur fer vorum við Magga búin að setja niður limgerði áður en Kasten kom svo dagur fór ekki allur í fokk.
Það er eitt en sem ég ættla að skrifa um
Eftir að ég fór að vinna eftir sumarfrí hefur altaf verið rigning eða nú búið að vera rignig þegar ég er að keyra í eða úr vinnu nema í gær. Mkið er ég orðin þrettur á því að því að þegar rignir hér er það eingin smá rignig en í gær skein sól og hvað það var yndislegt að vera á mótorhjól.
já eitt en allir þeir heima sem rendu að kenna Jóu og Dúa að tala Íslensku það var altt til enskis nú eru þau byrju að tala Dönsku aftur og tala varla Íslensku
K,V ÚLLI
miðvikudagur, ágúst 27, 2008
laugardagur, ágúst 23, 2008
Gull
Jamm ekki er eru miklar líkur á að við vinnu gullið á morgun og ætla eg að veðja á frakka
Að fá silfrið er alfeg frábært en af hverju getum við ekki unnið Danni , síðan ég byrjaði upp í coop höfum við tappað einum leik og gert eitt janftefli og það er ekki nóu gott
þó að það sé mikil áhugi hér á handbolta þá held eg að leikur sé ekki síndur hér í sjónvarpinu og það eru ekki margir sem vita að við erum að fara að spila um gullið
jæja komið gott af bulli
K,V ÚLLI
föstudagur, ágúst 22, 2008
Þessi köttur
þriðjudagur, ágúst 19, 2008
Nú er altt farið í hund og kött

Fyrst þetta gekk ekki með Míllu fór Jóhanna út og fann stelpu sem átti kettlinga og fékk leyfi til að fá einn heim
Er það lítil svört kisa sem heitir Urra af því þetta er eini kötturinn sem ég hef heyrt urra og hún urrar sko á Kát:)
Honum Káti mínum gengur ekkert að stjórna þessu villidýri honum gekk betur að stjórna 40 kílóa Bokser vöðvabúnti
Urra fer upp í rúm krakkana, upp á borð og gerir bara það sem hún vil og Kátur er bara skít hræddur ef hann vill koma og tala við hana setur hún bara upp krippu hvæsir og urrar , sjaldan hef ég séð Kát svona hræddan
það er bara á þrem stöðum sem hann gefur ekki eftir Urra má ekki borða á sama tíma og hann ekki koma inn í hjónaherbergi og ekki inn í tölvu herbergi ef ég er inni því
það hafa ekki verið nein slagsmál eða mikið gelt og ég hef fulla trú um að þetta gangi en við þurfum bara að vona að helvítis köttur fari að skána í skapinu og þá geta allir orðið vinir
þetta eru síðust dýrin sem koma hingað inn nema að þetta átti að vera kall en var svo stelpa
svo er bara að vona að hún sé ekki mikið fyrir að fara úr brókinni
K,V ÚLLI
sunnudagur, ágúst 17, 2008
barnamessa og barnadagur
þá erum við búin að fara i fjölskyldumessu hér i Hvorslev og var hún skemmtilega sett upp, krakkarnir voru alveg dolfallin sérstaklega Jóa og þar sem voru skírð 2 börn var þetta ennþá meira áhugavert. Eftir messu var haldið til Dýrasýningu og þar var Jóa með kaninuna sína og Dúi með Kát ekki hrepptu þau verluan að þessu sinni . Kökusmökkun var líka og bakaði ég sælgætiskökuna og auðvitað vann hún :) fékk 8 kílo af hveiti í verðlaun og allar kellingar bæjarins á eftir mér að fá uppskriftina :)
Við erum ílla plöguð af geitungum þessa stundina varla hægt að vera úti, þannig að við erum með bú erum ekki alveg viss hvar það er en verðum að reyna að finna það, þvi að þeir eru virkilega grimmir og árasagjarnir núna.
Við tókum nokkrar myndir i dag og er Úlli búin að lofa að setja þær á netið i kvöld.
jæja ætla að fara að taka úr þvottavélinni bið að heilsa knús og kram Margrét
Allt fór í hundana
Já við prófuðum að fá okkur nýjan hund og það fór bara í hundana
Kátur var ekki voða glaður ,Ef Mílla kom til mín varð hann alveg vitlaus ef hún borðaði á undan honum var hann vitlaus og hún mátti ekki koma inn í tölvu herbergi meðan við vorum í tölvuni hún mátti ekki sofa inn í okkar svefnherbergi og þegar hún fór upp í rúmið hennar JÓU þegar var verið að vekja hana í skólan trilltist hann alveg og það urðu slagsmál hún var tveggja og hálfs mikið stærrir en hann og var ekkert nema vöðvar og gaf ekki tommu eftir á neinum stað enn þetta hefið allt verið hægt að laga
það verst við helvítið var að hún skeit fjórum sinnum inn á tólf tímum og allt leðja og tvisvar eftir að við vorum ný komin úr túr
þannig að henni var skilað aftur.
Á föstudaginn var hér heljarinar grillvesla og komu snobæksvej fjöskyldan og horssens fjölskyldan og var það svaka gaman gott að borða og nóg að borða og drekka
við vorum ekki nema þrettán og húsið og garður var alveg nógu stórt og hefum við geta verið mikið fleirir, það koma inn myndir fljótlega.
Nú verð ég að hætta við erum að fara í messu og svo eftir messu eru börnin með dýra sýnigu og það verður matur og meira og að sjálf sögðu verður mynda vélin með
KV ÚLLI
Ps kanski bloggar magga í kvöld
fimmtudagur, ágúst 14, 2008
þriðjudagur, ágúst 12, 2008
Skólinn byrjaður og nýja vinnan
jæja þá er allt að falla i fastar skorður hér hjá okkur. Krakkarnir byrjuðu i skæolanum i gær og eru þau strax komin með vini og skólinn er frábær segja þau, Dúi sagði þegar hann kom heim i gær að það hefði verið skritið i frímínutum þvi að það voru enginn læti og enginn að slást :)
Ég byrjaði i nýju vinnunni i gær og líkar nokkuð vel......sumt finnst mér frekar heimskulega gert en það er spurning hvort að hægt verður að breyta þvi þegar ég er búin að vera lengur, er ekki sagt að það sé alltaf gott að fá nýjar hugmyndir stundum er maður búin t.d að gera sama hlutinn vitlaust og alltof erfiðan i mörg ár en svo er manni bent á bteri og auðveldari leið og þá gerir maður sér grein fyir þvi hvað maður geri hlutina vitlaust, og skilur ekkert i þvi að maður hafi ekki sjálfur fattað það :)
Við erum ekki búin að vera svo dugleg i húsinu höfum verið að reyta upp úr nokkrum kössum af og til en tölum meira um stóru hlutina i staðinn fyrir að gera þá.
En það er ekkert annað en að fara i gang.
Sökum netleysis gat ég ekki sett inn afmæliskveðjur en þær koma hér
Jóhanna ( tengdó) til hamingju með daginn 1. águst
og Pabbi til hamingju með daginn 5. águst
knús og kram frá DK
mánudagur, ágúst 11, 2008
sunnudagur, ágúst 10, 2008
Við erum komin á netið
Loksins erum við komin með netið í lag sem þíðir að símin er líka komin í lag
Ég er nú ekki viss um að þetta haldi lengi vegna þess að það átti ekki að laga þetta fyrir en á morgun. Ekki hafa gæjanir mætt í dag að vinna það er ég viss um
Síma men í DK og Íslandi eru örugglega eins og með sama motto
það er ekki spurnigin að vinn bara vera með
Annars er altt gott að frétta við gömlu byrjuð að vinna og strumpar byrja í skólanum á morgun
Jæja meira seinna ÚLLI
fimmtudagur, júlí 31, 2008
Getunga aftaka
bið að heilsa i bili
knús Margrét
miðvikudagur, júlí 30, 2008
þriðjudagur, júlí 29, 2008
þá eru rúsinurnar á leið heim
við erum búin að vinna nótt sem dag við að komu öllu i stand en það vgengur frekar hægt sökum hita skelfilegt að reyna að vinna eitthvað og þetta á víst að vera svona út vikuna en koma rigning um helgi.og það ætla ég rétt að vona að gangi eftir.
Við vorum i heimsókn hjá Lisu og Carsten i dag og þau eiga við sama hita vandamál að striða og við þannig að þetta er ekki bara aumingja skapur i islendingum.
Lisa er með fugla og hafði ég orð á þvi við Úlla að ég væri alveg til i að hafa svona i garðinum.Nei var svarið við erum með Hund kaninu hamstur, getungabú og byflugu bú :) hann var sko ekki lengi að svara.
Við verðum að láta eiða getungabúinu það er alltaf að stækka hmm.spurning hvernig verður farið að þvi........jæja ætla að fara að búa um Ásu og krakkana bið að heilsa i bili
knús og kram Margrét
fimmtudagur, júlí 24, 2008
mánudagur, júlí 21, 2008
Altt í gangi
Við vonadi getum klárað herbergið hans Dúa áður en hann kemur heim.
Í dag fórum við að skila Tryllgrdsvej og á heim leiðini stopuðum við í dýrabúð til að kaupa mat og fleira fyrir dýrin
Í þessari búð má koma inn með hunda og áhváðum við að prófa að taka Kát með inn og til að gera langa sögu ekki langa fær hann ekki að koma með aftur
Hann gelti að hinnum hundunm pissaði í hornin og var bara ekki að fílla þetta
Má seigja að hann hafi verið einsog ég í Bilka
Jæja ég er farin að setja upp ljós
ÚLLI
föstudagur, júlí 18, 2008
Jæja
Ég held að við Kátur höfum hitt flest alla sem eiga heima í þorpinu en við höfum bara sagt hæ og bæ
Ég er að bíða eftir að það verði ball í samkomuhúsnu (það er hinnu meigin við götun svo ég get drukkið mig mikið fullan)
Og með hjálp netsin rjúka gifsplötunar upp
ja það er víst best að hætta að vinna sem pípari og fara í gifsplötur áður en rafvirkin kemur
ULLI
þriðjudagur, júlí 15, 2008
það tókst við erum flutt
Föstudagurinn byrjaði ekki vel þvi að þegar við komum að sækja bílinn sem að við höfðum tekið á leigu var hann bilaður og ekki til neinn annar bill þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég varð fúl i fílu minni var svo gengið yfir götuna og þar gátum við fengið bíl svaka stóran að við héldum bara 2 ferðar en þær urðu nú fleiri en það,
Brian vinur Ulla var alveg búin á þvi og fær hann miklar þakkir fyrir hjálpina og hún felst i matarboði með íslenski lambalæri.
þó að við höfum farið 2 ferðar á stórum bíl dugði það ekki til og þufti að fara með 2 kerrur og bílinn okkar var fylltur 3 :)
En allt hafðist þetta hjá okkur þó að við hefðum bara verið tvö að mestu leiti.
jæja ætla að fara að hvíla lúin bein i kvöld, þvi að morgundagurinn felst i pappira flóði ens og dönum er lagið.
knús og kram Margrét
þriðjudagur, júlí 08, 2008
sunnudagur, júlí 06, 2008
pakka:(

Þessa dagana finst mér ég ekki gera neitt annað en að pakka og ekki virðist ég pakka nóg þvi að það er nóg eftir :( það bætir ástandið ekki að ég er orðin drullukvefuð með eyrnabólgu og halsbólgu......og það á miðju sumri ég á ekki til orð.
Að visu pökkuðum við ekkert i gær þvi að hún Aðalheiður átti afmæli á föstudag 5 ára skvísa og var okkur boðið i veislu i gær.
Siðan var haldið i kveðju grill hjá Annettu og Jimmy og Mattiasi það var sitið fram á kvöld og mikið spjallað, ekki það að við komum nú til með að hitta þau af og til en ekki kannski eins oft þegar við erum flutt.
Nú styttist i að rúsinurnar mínar fari til Íslansd það verður örugglega frekar skritið að vera án barna langt siðan það hefur gerst.....en ekki það að við höfum nóg að gera.
jæja ætla að hætta þessu bulli og reyna að leggja mig og sofa úr mér kvefið
knús og kram Margrét
föstudagur, júlí 04, 2008
miðvikudagur, júlí 02, 2008
Komin heim
það var of mikið álag að vera ekki með neitt og ekkert að gera fyrir börnin
Svo var magga elskan ekki að fíla útilegu steminguna í þessu en við fórum aðeins í gang við að klæða efri hæðina og ég held ekki að þetta sé mikið mál bara að fara hægt af stað drekka mikið kaffi og reykja og takka margar pásur en ég er búin að setja inn myndir sem ég tók í dag
KV ULLI
Erum búin að fá lyklana
Nú erum við búin að fá lyklana og búin að sofa fystu nóttina og það var fínt
En krökkun fanst þetta svoldið skrítið ekkert sjónvarp engar tölvur og ekki einu sini útvarp og eftir að kátur var búin að leika og hnusa í tvo tíma fór hann upp í bíl og vildi fara heim
Vegna þess að það er ekki komið net koma ekki inn myndir fyrir en á morgun en ég kom heim til að ná í myndavélina eins og alltaf voru við á síðustu stundu með allt í gær og það voru 100 littlir hlutir sem við gleymdum og ég á að sækja núna en ekki vera í tölvuni
Farin ÚLLI